Enski boltinn

Brighton lét króatískt fé­lag breyta merki sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir spilar með Brighton & Hove Albion liðinu og er auðvitað með hið umtalaða merki á treyjunni sinni hér.
Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir spilar með Brighton & Hove Albion liðinu og er auðvitað með hið umtalaða merki á treyjunni sinni hér. Getty/Christopher Lee

Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion gerði á dögunum athugasemd við merki króatíska félagsins NK Jadran-Galeb.

NK Jadran-Galeb spilar í þriðju deildinni í Króatíu en virðist hafa hermt eftir merki Brighton.

Króatíska félagið fékk í framhaldinu formlegt bréf fá Brighton eftir að forráðamenn enska félagsins sáu hversu merkin voru lík.

NK Jadran-Galeb ákvað í framhaldinu að láta hanna nýtt merki fyrir félagið og hefur nú opinberað það.

Viðurnefni Brighton liðsins eru Seagulls, eða hvítmávarnir á íslensku. Mávurinn var líka áberandi á merki Brighton sem og á merki NK Jadran-Galeb.

Á nýja merkinu, sem má sjá hér fyrir neðan, má áfram sjá mávinn en hann hefur þó breyst töluvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×