Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar 11. febrúar 2025 09:45 Ég er ekki kennari, en ég hef verið grunnskólanemandi og eitt sinn langaði mig til að verða kennari. Ég ákvað þó á endanum að fara aðra leið, því mér fannst kjör kennara og starfsskilyrði ekki nægilega aðlaðandi. Ég er í Háskóla Íslands að leggja stund á hagfræði, en ég hefði aldrei komist þangað án kennara sem veittu mér leiðsögn, hvöttu mig áfram og kenndu mér að beita gagnrýnni hugsun. Það er því sorglegt að kennarar njóta ekki þeirrar virðingar og launakjara sem endurspegla það þjóðhagslega verðmæti sem þeir skapa. Kennarar eru burðarás lýðræðislegra samfélaga. Þeir kenna börnum að lesa, skrifa, reikna og tjá sig – en umfram allt efla þeir gagnrýna hugsun, sem er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu. Hvernig getum við tryggt sterkar lýðræðisstofnanir ef kennarar geta ekki sinnt hlutverki sínu við að mennta unga kynslóð og notið virðingar og mannsæmandi launa? Menntakerfið er líka grunnstoð hagvaxtar. Án þess getum við ekki byggt upp samfélag sem stenst kröfur framtíðarinnar. Það eru kennarar í grunnskólum sem leggja grunninn að þekkingu og hæfni sem síðar nýtist í nýsköpun, tækniþróun og verðmætasköpun. Vanræksla menntunar í dag kostar okkur framtíðina. Við verðum að endurmeta afstöðu okkar til kennarastarfsins. Kennarar eru sérfræðingar í menntun barna, og rétt eins og við treystum heilbrigðisstarfsfólki fyrir lífi okkar, treystum við kennurum fyrir framtíðinni. Við verðum að greiða þeim laun sem endurspegla mikilvægi starfsins og veita þeim skilyrði til að sinna því af fagmennsku og metnaði. Það er óásættanlegt að menntakerfið byggi á ómetanlegu starfi kennara, en þeir þurfi sjálfir að berjast fyrir lágmarksviðurkenningu í formi launa og starfsumhverfis. Ef við metum framtíðina, verðum við að virða kennara í verki. Því það eru viðsjárverðir tímar, besta vörnin eru menntaðir borgarar. Krefjumst betri kjara fyrir kennara. Krefjumst eflingar menntakerfisins. Höfundur er hagfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ekki kennari, en ég hef verið grunnskólanemandi og eitt sinn langaði mig til að verða kennari. Ég ákvað þó á endanum að fara aðra leið, því mér fannst kjör kennara og starfsskilyrði ekki nægilega aðlaðandi. Ég er í Háskóla Íslands að leggja stund á hagfræði, en ég hefði aldrei komist þangað án kennara sem veittu mér leiðsögn, hvöttu mig áfram og kenndu mér að beita gagnrýnni hugsun. Það er því sorglegt að kennarar njóta ekki þeirrar virðingar og launakjara sem endurspegla það þjóðhagslega verðmæti sem þeir skapa. Kennarar eru burðarás lýðræðislegra samfélaga. Þeir kenna börnum að lesa, skrifa, reikna og tjá sig – en umfram allt efla þeir gagnrýna hugsun, sem er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu. Hvernig getum við tryggt sterkar lýðræðisstofnanir ef kennarar geta ekki sinnt hlutverki sínu við að mennta unga kynslóð og notið virðingar og mannsæmandi launa? Menntakerfið er líka grunnstoð hagvaxtar. Án þess getum við ekki byggt upp samfélag sem stenst kröfur framtíðarinnar. Það eru kennarar í grunnskólum sem leggja grunninn að þekkingu og hæfni sem síðar nýtist í nýsköpun, tækniþróun og verðmætasköpun. Vanræksla menntunar í dag kostar okkur framtíðina. Við verðum að endurmeta afstöðu okkar til kennarastarfsins. Kennarar eru sérfræðingar í menntun barna, og rétt eins og við treystum heilbrigðisstarfsfólki fyrir lífi okkar, treystum við kennurum fyrir framtíðinni. Við verðum að greiða þeim laun sem endurspegla mikilvægi starfsins og veita þeim skilyrði til að sinna því af fagmennsku og metnaði. Það er óásættanlegt að menntakerfið byggi á ómetanlegu starfi kennara, en þeir þurfi sjálfir að berjast fyrir lágmarksviðurkenningu í formi launa og starfsumhverfis. Ef við metum framtíðina, verðum við að virða kennara í verki. Því það eru viðsjárverðir tímar, besta vörnin eru menntaðir borgarar. Krefjumst betri kjara fyrir kennara. Krefjumst eflingar menntakerfisins. Höfundur er hagfræðinemi við Háskóla Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun