Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 09:30 Carlo Ancelotti og Pep Guardiola hafa mæst reglulega með sín lið Vísir/Getty Carlo Ancelotti, þjálfari spænska stórveldisins Real Madrid, segir að sigurvegarinn í einvígi liðsins gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu muni fara alla leið í keppninni í kjölfarið. Vinna hana. Real Madrid og Manchester City mætast í fyrri leiknum í einvígi sínu um laust sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar eru liðin stödd eftir brösótt gengi í deildarkeppni Meistaradeildarinnar því ekki tókst þeim að landa einu af átta toppsætum hennar og þar með beinan farmiða í 16-liða úrslitin. Ancelotti er hins vegar hvergi banginn, enda gengið vel heima fyrir og jú einnig betur þegar að leið á deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Á sama tíma hefur Manchester City verið í brasi á nær öllum vígstöðum á yfirstandandi tímabili. Real Madrid á titil að verja í Meistaradeildinni. Madrídingar höfðu betur gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik síðasta árs.Vísir/Getty Ancelotti er hins vegar fullviss um að það lið sem endar ofan á í einvígi liðanna muni í kjölfarið fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gott betur en það. Hann spáir því að annað hvort Real Madrid eða Manchester City vinni Meistaradeildina í ár. „Þeir eru eitt besta lið Evrópu, eru með besta knattspyrnustjórann. Það er martröð að undirbúa sig fyrir leiki gegn þeim því hann er alltaf með hugmyndir og það fær mann til að hugsa. Ég er viss um að það lið sem kemst áfram frá þessu einvígi fari alla leið og vinni keppnina,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Og saga undanfarinna ára gæti vel stutt trú Ancelotti á liðunum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að Manchester City og Real Madrid hafa mæst á einhverju stigi Meistaradeildarinnar. Real Madrid hefur þar í tvígang haft betur og Manchester City sömuleiðis. Ancelotti kallar viðureign þessara liða Clasico Meistaradeildarinnar. Sigurvegari þriggja síðustu einvíga þessara liða í Meistaradeildinni hefur svo farið alla leið og unnið keppnina. Árið var 2021 þegar að annað lið heldur en Real Madrid eða Manchester City vann Meistaradeild Evrópu. Það árið var það Chelsea. Fyrri leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan átta í kvöld á Etihad leikvanginum í Manchesterborg og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Real Madrid og Manchester City mætast í fyrri leiknum í einvígi sínu um laust sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar eru liðin stödd eftir brösótt gengi í deildarkeppni Meistaradeildarinnar því ekki tókst þeim að landa einu af átta toppsætum hennar og þar með beinan farmiða í 16-liða úrslitin. Ancelotti er hins vegar hvergi banginn, enda gengið vel heima fyrir og jú einnig betur þegar að leið á deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Á sama tíma hefur Manchester City verið í brasi á nær öllum vígstöðum á yfirstandandi tímabili. Real Madrid á titil að verja í Meistaradeildinni. Madrídingar höfðu betur gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik síðasta árs.Vísir/Getty Ancelotti er hins vegar fullviss um að það lið sem endar ofan á í einvígi liðanna muni í kjölfarið fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gott betur en það. Hann spáir því að annað hvort Real Madrid eða Manchester City vinni Meistaradeildina í ár. „Þeir eru eitt besta lið Evrópu, eru með besta knattspyrnustjórann. Það er martröð að undirbúa sig fyrir leiki gegn þeim því hann er alltaf með hugmyndir og það fær mann til að hugsa. Ég er viss um að það lið sem kemst áfram frá þessu einvígi fari alla leið og vinni keppnina,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Og saga undanfarinna ára gæti vel stutt trú Ancelotti á liðunum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að Manchester City og Real Madrid hafa mæst á einhverju stigi Meistaradeildarinnar. Real Madrid hefur þar í tvígang haft betur og Manchester City sömuleiðis. Ancelotti kallar viðureign þessara liða Clasico Meistaradeildarinnar. Sigurvegari þriggja síðustu einvíga þessara liða í Meistaradeildinni hefur svo farið alla leið og unnið keppnina. Árið var 2021 þegar að annað lið heldur en Real Madrid eða Manchester City vann Meistaradeild Evrópu. Það árið var það Chelsea. Fyrri leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan átta í kvöld á Etihad leikvanginum í Manchesterborg og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira