Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. febrúar 2025 12:32 Heiða Björg Hilmarsdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“ Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira