Viðskipti innlent

Skipt um mann í brúnni hjá Frum­herja

Kjartan Kjartansson skrifar
Forstjóraskipti hafa átt sér stað hjá Frumhverja. Orri Hlöðversson (t.h.) stígur til hliðar og Jóhann Geir Harðarson (t.v.). tekur við.
Forstjóraskipti hafa átt sér stað hjá Frumhverja. Orri Hlöðversson (t.h.) stígur til hliðar og Jóhann Geir Harðarson (t.v.). tekur við. Aðsend

Jóhann Geir Harðarson hefur verið ráðinn forstjóri bifreiðaskoðanafyrirtækisins Frumherja. Hann tekur við starfinu af Orra Hlöðverssyni sem hefur stýrt fyrirtækinu frá 2006.

Orri tekur við stjórnarformennsku hjá Frumherja en hann er einn eigenda fyrirtækisins. Jóhann Geir hefur verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Frumherja frá 2020 en áður starfaði hann við endurskoðun og fjármálaráðgjöf í tvo áratugi, að því er segir í tilkynningu frá Frumherja.

Haft er eftir Orra í tilkynningunni að umbreytingar á félaginu undanfarin ár hafi skotið styrkari stoðum undir reksturinn og aukið stöðugleika. Við það hafi ný tækifæri til þess að sækja fram opnast og að hann telji rétt að nýr stjórnandi taki við á þessum tímapunkti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×