Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar 12. febrúar 2025 07:30 Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun