Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 09:51 Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti á stefnumót í gær. Hún segir vanta samkomustaði fyrir eldra fólk. Vísir Fjölmargir eldri borgarar komu saman á hraðstefnumóti í Bíó paradís síðdegis í gær. Þeir segja vanta staði fyrir eldri borgara til að hittast og dansa og kynnast nýju fólki. Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“ Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira