Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 10:43 Síðasta kvikmyndin sem Lars von Trier leikstýrði er The House that Jack Built árið 2018. Þriðja sería Ríkisins, Riget: Exodus kom svo út árið 2022. Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier, sem greindist með Parkinson árið 2022, hefur verið lagður inn á hjúkrunarheimili. Framleiðslufyrirtæki leikstjórans greindi frá fréttunum í gær. Louise Vesth, framleiðandi hjá Zentropa, segir Lars hafa verið fluttan á hjúkrunarheimilið svo hægt sé að meðhöndla betur ástand hans og sinna þörfum leikstjórans. Hún sagði leikstjórann vera við góða líðan. „Lars líður vel í ljósi aðstæðna,“ sagði Vesth og sagði leitt að þurfa að greina frá slíkum einkaupplýsingum vegna slúðurs í dönskum fjölmiðlum. Hinn 68 ára von Trier greindist með Parkinson árið 2022, þá aðeins 66 ára, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda áfram að vinna eins lengi og hann getur. Sakaður um kynferðislega áreitni af Björk Lars von Trier er einn þekktasti leikstjóri Norðurlanda og einn umdeildasti leikstjóri samtímans. Von Trier var einn af stofnmeðlimum Dogme 95 og hefur leikstýrt 14 myndum, þar á meðal Dancer in the Dark, Dogville, Melancholia, Antichrist og Nymphomaniac. Von Trier hefur gert ýmsa skandala gegnum tíðina. Þegar hann var með Melancholiu á Cannes árið 2011 sagðist hann vera nasisti sem fyndi dálítið til samúðar með Adolf Hitler. Hann var strax í kjölfarið settur í bann frá hátíðinni og baðst síðar afsökunar. Björk Guðmundsdóttir sakaði hann um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni árið 2017. Hún sagði Lars hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafnaði honum við gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu,“ sagði hún í færslunni. Björk sagði þá að hún hefði jafnað sig á málinu á einu ári vegna eigin styrks, starfsliðs síns og af því hún hafði ekki neinu að tapa innan kvikmyndageirans. Hún sagðist þá óttast að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Tökur á nýjustu kvikmynd leikstjórans, After, eiga að hefjast um mitt ár 2025 en myndin hlaut styrk upp á 1,3 milljón danskra króna (rúmlega 25 milljónir íslenskra króna) frá Dönsku kvikmyndastofnuninni. Bíó og sjónvarp Danmörk Hollywood Tengdar fréttir Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki leikstjórans greindi frá fréttunum í gær. Louise Vesth, framleiðandi hjá Zentropa, segir Lars hafa verið fluttan á hjúkrunarheimilið svo hægt sé að meðhöndla betur ástand hans og sinna þörfum leikstjórans. Hún sagði leikstjórann vera við góða líðan. „Lars líður vel í ljósi aðstæðna,“ sagði Vesth og sagði leitt að þurfa að greina frá slíkum einkaupplýsingum vegna slúðurs í dönskum fjölmiðlum. Hinn 68 ára von Trier greindist með Parkinson árið 2022, þá aðeins 66 ára, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda áfram að vinna eins lengi og hann getur. Sakaður um kynferðislega áreitni af Björk Lars von Trier er einn þekktasti leikstjóri Norðurlanda og einn umdeildasti leikstjóri samtímans. Von Trier var einn af stofnmeðlimum Dogme 95 og hefur leikstýrt 14 myndum, þar á meðal Dancer in the Dark, Dogville, Melancholia, Antichrist og Nymphomaniac. Von Trier hefur gert ýmsa skandala gegnum tíðina. Þegar hann var með Melancholiu á Cannes árið 2011 sagðist hann vera nasisti sem fyndi dálítið til samúðar með Adolf Hitler. Hann var strax í kjölfarið settur í bann frá hátíðinni og baðst síðar afsökunar. Björk Guðmundsdóttir sakaði hann um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni árið 2017. Hún sagði Lars hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafnaði honum við gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu,“ sagði hún í færslunni. Björk sagði þá að hún hefði jafnað sig á málinu á einu ári vegna eigin styrks, starfsliðs síns og af því hún hafði ekki neinu að tapa innan kvikmyndageirans. Hún sagðist þá óttast að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Tökur á nýjustu kvikmynd leikstjórans, After, eiga að hefjast um mitt ár 2025 en myndin hlaut styrk upp á 1,3 milljón danskra króna (rúmlega 25 milljónir íslenskra króna) frá Dönsku kvikmyndastofnuninni.
Bíó og sjónvarp Danmörk Hollywood Tengdar fréttir Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31