Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:02 Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann. Nokkuð er síðan upplýsingar bárust um ofbeldistilvik innan skóla. Undanfarin misseri hefur ofbeldisbylgja meðal barna og ungmenna farið vaxandi. Hér þurfum við öll að taka höndum saman og hjálpast að svo stöðva megi þessa óheillaþróun. Þetta varðar okkur öll og verður ríki og sveitarfélög, foreldrar og skólasamfélagið að leggjast á eitt. Í borgarkerfinu liggur tillaga frá fyrrverandi oddvita Flokks fólksins frá því í janúar sl. á þá leið að skóla- og frístundaráð hefji endurskoðun á eineltisstefnu og viðbrögðum grunnskóla Reykjavíkurborgar við einelti og öðru ofbeldi. Í endurskoðuninni skal huga að því að nauðsynlegt er nú að auka eftirlit utan skólastofunnar í grunnskólum borgarinnar, svo sem á göngum, salernum og jafnvel einnig í útiveru. Í greinargerð með tillögunni segir að ítrekað hafa komið upp atvik þar sem börn hafa orðið fyrir aðkasti, áreitni og jafnvel grófu ofbeldi t.d. inn á salernum skóla borgarinnar. Skólar borgarinnar þurfa aukinn stuðning til að spyrna fótum við þessari vá hið snarasta. Kalla þarf eftir upplýsingum frá foreldrum og samvinnu við foreldrasamfélagið um þessi mál, skoða þarf þróun og finna lausnir. Enda þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélagið þarf að huga að sambærilegum þáttum í öðrum sveitarfélögum um land allt. Skólaskylda er í landinu og því er grunnforsendan að börnum líði vel í skólanum og finni til öryggis. Hvað þurfa börn? Ungmenni sem beitir ofbeldi af ásetningi líður ekki vel. Ástæður geta verið fjölmargar og margslungnar. Grafast þarf fyrir um þær og sjá til þess að viðkomandi fái aðstoð við hæfi. Öll vitum við hvað það er sem börn þurfa til að geta vaxið úr grasi og orðið heilbrigðir og heilsteyptir einstaklingar. Börn þurfa ást og aðhald til að þrífast. Börnum þarf að sinna á öllum sviðum til að þeim geti liðið vel og notið hæfileika sinna. Börn þurfa fræðslu og þeim þarf að setja mörk. Kenna þarf börnum að koma ávallt vel fram við aðra og vera góð við minnimáttar, önnur börn og dýr. Börn þrá tengingu við aðra, fullorðna jafnt sem jafningja og þau þrá viðurkenningu. Fái þau ekki umbun, ást og viðurkenningu í raunheimi eru líkur á að þau leiti að henni á samfélagsmiðlum eða í gerviveröld. Börn sem beita ofbeldi þarfnast hjálpar. Börn sem líða langvinnan skort, búa við óviðunandi aðstæður eða eru beitt ofbeldi eiga á hættu að skaðast tilfinninga- og félagslega, jafnvel til langs tíma eða ævilangt. Grunnþörfum barns þarf að sinna til að það eigi þess kost á að þróa með sér gott sjálfstraust og sjálfsöryggi. Barn sem er svangt vegna fátæktar foreldra eða fær ekki tækifæri til að festa rætur í félagslegu umhverfi hefur ekki sömu möguleika og önnur börn sem fá þessum grunnþörfum sínum mætt. Sé skortur á einhverjum þessara grunnþátta í aðstæðum barns eru auknar líkur á að barnið þrói með sér viðvarandi vanlíðan, brotna sjálfsmynd og félagslegt óöryggi sem getur markað þau um langan tíma og haft áhrif á þeirra helstu ákvarðanir í lífinu. Við berum öll ábyrgð Rannsóknir og lærðar skýrslur hafa ítrekað bent á að líðan barna hefur farið versnandi sem birtist m.a. í aukningu í sjálfsvígsgælum, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum. Samstaða þarf að ríkja í þessum málum til að við getum betur haldið utan um börn þessa lands og verið tilbúin að mæta þörfum þeirra og sérstaklega þeirra sem glíma við erfiðleika af einhverju tagi. Taka þarf þétt utan um foreldrana og styðja við kennara og störf þeirra. Barnasáttmálinn er leiðarljós okkar. Barnasáttmálinn var samþykktur á Íslandi 1992 og var fullgildur og settur í lög á Íslandi 2013. Með því að lögfesta Barnasáttmálann varð hann hluti af lögum á Íslandi og þarf að taka mið af því sem í honum stendur í öllum tilfellum þar sem börn eiga í hlut. Barnasáttmálinn hefur verið innleiddur í sárafá sveitarfélög. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann. Nokkuð er síðan upplýsingar bárust um ofbeldistilvik innan skóla. Undanfarin misseri hefur ofbeldisbylgja meðal barna og ungmenna farið vaxandi. Hér þurfum við öll að taka höndum saman og hjálpast að svo stöðva megi þessa óheillaþróun. Þetta varðar okkur öll og verður ríki og sveitarfélög, foreldrar og skólasamfélagið að leggjast á eitt. Í borgarkerfinu liggur tillaga frá fyrrverandi oddvita Flokks fólksins frá því í janúar sl. á þá leið að skóla- og frístundaráð hefji endurskoðun á eineltisstefnu og viðbrögðum grunnskóla Reykjavíkurborgar við einelti og öðru ofbeldi. Í endurskoðuninni skal huga að því að nauðsynlegt er nú að auka eftirlit utan skólastofunnar í grunnskólum borgarinnar, svo sem á göngum, salernum og jafnvel einnig í útiveru. Í greinargerð með tillögunni segir að ítrekað hafa komið upp atvik þar sem börn hafa orðið fyrir aðkasti, áreitni og jafnvel grófu ofbeldi t.d. inn á salernum skóla borgarinnar. Skólar borgarinnar þurfa aukinn stuðning til að spyrna fótum við þessari vá hið snarasta. Kalla þarf eftir upplýsingum frá foreldrum og samvinnu við foreldrasamfélagið um þessi mál, skoða þarf þróun og finna lausnir. Enda þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélagið þarf að huga að sambærilegum þáttum í öðrum sveitarfélögum um land allt. Skólaskylda er í landinu og því er grunnforsendan að börnum líði vel í skólanum og finni til öryggis. Hvað þurfa börn? Ungmenni sem beitir ofbeldi af ásetningi líður ekki vel. Ástæður geta verið fjölmargar og margslungnar. Grafast þarf fyrir um þær og sjá til þess að viðkomandi fái aðstoð við hæfi. Öll vitum við hvað það er sem börn þurfa til að geta vaxið úr grasi og orðið heilbrigðir og heilsteyptir einstaklingar. Börn þurfa ást og aðhald til að þrífast. Börnum þarf að sinna á öllum sviðum til að þeim geti liðið vel og notið hæfileika sinna. Börn þurfa fræðslu og þeim þarf að setja mörk. Kenna þarf börnum að koma ávallt vel fram við aðra og vera góð við minnimáttar, önnur börn og dýr. Börn þrá tengingu við aðra, fullorðna jafnt sem jafningja og þau þrá viðurkenningu. Fái þau ekki umbun, ást og viðurkenningu í raunheimi eru líkur á að þau leiti að henni á samfélagsmiðlum eða í gerviveröld. Börn sem beita ofbeldi þarfnast hjálpar. Börn sem líða langvinnan skort, búa við óviðunandi aðstæður eða eru beitt ofbeldi eiga á hættu að skaðast tilfinninga- og félagslega, jafnvel til langs tíma eða ævilangt. Grunnþörfum barns þarf að sinna til að það eigi þess kost á að þróa með sér gott sjálfstraust og sjálfsöryggi. Barn sem er svangt vegna fátæktar foreldra eða fær ekki tækifæri til að festa rætur í félagslegu umhverfi hefur ekki sömu möguleika og önnur börn sem fá þessum grunnþörfum sínum mætt. Sé skortur á einhverjum þessara grunnþátta í aðstæðum barns eru auknar líkur á að barnið þrói með sér viðvarandi vanlíðan, brotna sjálfsmynd og félagslegt óöryggi sem getur markað þau um langan tíma og haft áhrif á þeirra helstu ákvarðanir í lífinu. Við berum öll ábyrgð Rannsóknir og lærðar skýrslur hafa ítrekað bent á að líðan barna hefur farið versnandi sem birtist m.a. í aukningu í sjálfsvígsgælum, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum. Samstaða þarf að ríkja í þessum málum til að við getum betur haldið utan um börn þessa lands og verið tilbúin að mæta þörfum þeirra og sérstaklega þeirra sem glíma við erfiðleika af einhverju tagi. Taka þarf þétt utan um foreldrana og styðja við kennara og störf þeirra. Barnasáttmálinn er leiðarljós okkar. Barnasáttmálinn var samþykktur á Íslandi 1992 og var fullgildur og settur í lög á Íslandi 2013. Með því að lögfesta Barnasáttmálann varð hann hluti af lögum á Íslandi og þarf að taka mið af því sem í honum stendur í öllum tilfellum þar sem börn eiga í hlut. Barnasáttmálinn hefur verið innleiddur í sárafá sveitarfélög. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun