Valentínus Árni Már Jensson skrifar 14. febrúar 2025 15:00 Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valentínusardagurinn Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar