Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar 15. febrúar 2025 10:00 Mig langar að ræða stuttlega um geðrofssjúkdóma, eða geðklofa (schizophrenia). Þessum hópi vantar sárlega rödd í samfélaginu því einstaklingar verða oft undir og jafnvel fyrir miklu ofbeldi og valdníðslu. Geðklofi er alvarlegasti geðræni sjúkdómurinn, en samt er lítið sem ekkert talað um hann. Um 0,5-1% þjóðarinnar greinist með hann (um 2-4000 manns á landinu) og getur hann haft alvarleg áhrif á þann sem greinist með hann og aðstandendur. Geðklofi er oft misskilinn sjúkdómur. Fólk er ekki með klofinn persónuleika, heldur brenglast skynjun og hugsun oft það mikið að það getur ekki sinnt eðlilegu lífi. Ranghugmyndir, hugsanavillur, ofskynjun og raddir þar sem ímyndunaraflið leikur lausum hala, getur sett fólk í alvarlegt andlegt ástand, í verstu tilfellum það alvarlegt að það fyrirfari sér eða fremur voðaverk eins og hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Geðdeild Landspítalans er með óviðunandi húsnæði sem allir eru sammála um að sé alls ekki mannsæmandi. Deildin er alltaf full, mikil starfsmannavelta því fólk brennur fljótt út þarna, oft langir biðlistar, fólk fær ekki almennilega þjónustu því það er kapphlaup um að útskrifa einn til að koma öðrum inn. Margir starfsmenn reyna að gera sitt besta til að láta fólki líða vel, en þjónustan í heild mætti bæta til muna. Ég hef einnig orðið vitni að og heyrt af andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsmanna sem kemst upp með það. Það er lítil sem engin eftirfylgni þegar fólk er komið heim aftur, þegar það þarf kannski mest á aðstoð að halda vegna slæmra aðstæðna í lífinu. Kannski mikil geðrofs einkenni, atvinnuleysi, fátækt, jafnvel heimilisleysi, mikil einangrun því mjög margir forðast fólk með geðklofa bæði út af miklum fordómum og aðstandendur standa á gati yfir því hvernig á að umgangast manneskjuna með sjúkdóminn. Því jú, hann getur verið mjög flókinn og erfiður viðureignar, hann snýr öllum félagslegum reglum á hvolf og gerir samskipti einstaklega erfið. Ég greindist með geðklofa fyrir 6 árum, og var búinn að kljást við geðrofs einkenni 10 ár þar áður án þess að átta mig á því. Ég er blessunarlega búinn að vinna vel í mínum málum í dag og er í góðum samskiptum við gott fólk. En ég þekki fólk og veit um fleiri sem eru í mikilli einangrun og mikilli vanlíðan, jafnvel stöðugum geðrofum af því þau fá enga hjálp eins og liðveislu, jafningjastuðning og sálfræðiaðstoð (sem ég tel vera mikilvægasta atriðið í baráttunni við sjúkdóminn). Ef fólk í geðrofi er einangrað geta einkennin versnað margfalt, ef það er enginn að “fact-checka” ranghugmyndirnar, þá vinda þær upp á sig og fólk getur jafnvel orðið fast í geðrofi. Það er mjög alvarlegt ástand fyrir einstaklinginn og kostar samfélagið mikið. Örorka, endurtekin lega á geðdeild, lyf sem eru rándýr. Tala nú ekki um áhrifin sem þetta hefur á nánustu aðstandendur. Ég veit að fyrrverandi ríkisstjórn setti, eftir mikla pressu, 13,5 milljarða í geðsviðið sem á að skila sér í nýju húsnæði eftir nokkur ár, og vonandi nútímalegri aðferðir við meðferðir. Ég hef trú á og kalla eftir því að nýja flotta ríkisstjórnin okkar leggi áherslu á að gera líf þessa hóps bærilegri með þjónustu samkvæmt nútíma þekkingu. Það sem vantar er heildræn einstaklingsmiðuð meðferð sem snýst um að gera líf einstaklingsins og aðstandenda betri. Fræðsla um eðli sjúkdómsins og hvernig er best að takast á við hvert einkenni fyrir sig. Félagslegar aðstæður, liðveisla, jafningjastuðningur. Sálfræðiaðstoð eins og HAM meðferð og áfallameðferð til að vera meira meðvitaður um sjálfan sig, hugsanir sínar og tilfinningar (það sem hjálpaði mér mest). Mataræði, bara að drekka lítið vatn getur jafnvel ýtt undir einkenni. Hjálpa fólki að standa sjálfstætt í lífinu, sinna daglegum þörfum. Það þyrfti bara að hanna námskeið og eina manneskju til að halda það fyrir einstaklinginn og aðstandendur til að flest af þessu myndi skila sér, ég veit það er pláss fyrir þetta. Svo væri óskandi ef hægt væri að draga úr fordómum með almennri umræðu í samfélaginu með tímanum. Reyna að skilja persónuna sem býr í einstaklingnum í heild og að sjúkdómurinn einkennir hann ekki. Oft liggja mörg áföll og erfiðleikar á bak við í sögu einstaklings með geðklofa. Takk fyrir. Höfundur er öryrki með fjölþættan vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mig langar að ræða stuttlega um geðrofssjúkdóma, eða geðklofa (schizophrenia). Þessum hópi vantar sárlega rödd í samfélaginu því einstaklingar verða oft undir og jafnvel fyrir miklu ofbeldi og valdníðslu. Geðklofi er alvarlegasti geðræni sjúkdómurinn, en samt er lítið sem ekkert talað um hann. Um 0,5-1% þjóðarinnar greinist með hann (um 2-4000 manns á landinu) og getur hann haft alvarleg áhrif á þann sem greinist með hann og aðstandendur. Geðklofi er oft misskilinn sjúkdómur. Fólk er ekki með klofinn persónuleika, heldur brenglast skynjun og hugsun oft það mikið að það getur ekki sinnt eðlilegu lífi. Ranghugmyndir, hugsanavillur, ofskynjun og raddir þar sem ímyndunaraflið leikur lausum hala, getur sett fólk í alvarlegt andlegt ástand, í verstu tilfellum það alvarlegt að það fyrirfari sér eða fremur voðaverk eins og hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Geðdeild Landspítalans er með óviðunandi húsnæði sem allir eru sammála um að sé alls ekki mannsæmandi. Deildin er alltaf full, mikil starfsmannavelta því fólk brennur fljótt út þarna, oft langir biðlistar, fólk fær ekki almennilega þjónustu því það er kapphlaup um að útskrifa einn til að koma öðrum inn. Margir starfsmenn reyna að gera sitt besta til að láta fólki líða vel, en þjónustan í heild mætti bæta til muna. Ég hef einnig orðið vitni að og heyrt af andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsmanna sem kemst upp með það. Það er lítil sem engin eftirfylgni þegar fólk er komið heim aftur, þegar það þarf kannski mest á aðstoð að halda vegna slæmra aðstæðna í lífinu. Kannski mikil geðrofs einkenni, atvinnuleysi, fátækt, jafnvel heimilisleysi, mikil einangrun því mjög margir forðast fólk með geðklofa bæði út af miklum fordómum og aðstandendur standa á gati yfir því hvernig á að umgangast manneskjuna með sjúkdóminn. Því jú, hann getur verið mjög flókinn og erfiður viðureignar, hann snýr öllum félagslegum reglum á hvolf og gerir samskipti einstaklega erfið. Ég greindist með geðklofa fyrir 6 árum, og var búinn að kljást við geðrofs einkenni 10 ár þar áður án þess að átta mig á því. Ég er blessunarlega búinn að vinna vel í mínum málum í dag og er í góðum samskiptum við gott fólk. En ég þekki fólk og veit um fleiri sem eru í mikilli einangrun og mikilli vanlíðan, jafnvel stöðugum geðrofum af því þau fá enga hjálp eins og liðveislu, jafningjastuðning og sálfræðiaðstoð (sem ég tel vera mikilvægasta atriðið í baráttunni við sjúkdóminn). Ef fólk í geðrofi er einangrað geta einkennin versnað margfalt, ef það er enginn að “fact-checka” ranghugmyndirnar, þá vinda þær upp á sig og fólk getur jafnvel orðið fast í geðrofi. Það er mjög alvarlegt ástand fyrir einstaklinginn og kostar samfélagið mikið. Örorka, endurtekin lega á geðdeild, lyf sem eru rándýr. Tala nú ekki um áhrifin sem þetta hefur á nánustu aðstandendur. Ég veit að fyrrverandi ríkisstjórn setti, eftir mikla pressu, 13,5 milljarða í geðsviðið sem á að skila sér í nýju húsnæði eftir nokkur ár, og vonandi nútímalegri aðferðir við meðferðir. Ég hef trú á og kalla eftir því að nýja flotta ríkisstjórnin okkar leggi áherslu á að gera líf þessa hóps bærilegri með þjónustu samkvæmt nútíma þekkingu. Það sem vantar er heildræn einstaklingsmiðuð meðferð sem snýst um að gera líf einstaklingsins og aðstandenda betri. Fræðsla um eðli sjúkdómsins og hvernig er best að takast á við hvert einkenni fyrir sig. Félagslegar aðstæður, liðveisla, jafningjastuðningur. Sálfræðiaðstoð eins og HAM meðferð og áfallameðferð til að vera meira meðvitaður um sjálfan sig, hugsanir sínar og tilfinningar (það sem hjálpaði mér mest). Mataræði, bara að drekka lítið vatn getur jafnvel ýtt undir einkenni. Hjálpa fólki að standa sjálfstætt í lífinu, sinna daglegum þörfum. Það þyrfti bara að hanna námskeið og eina manneskju til að halda það fyrir einstaklinginn og aðstandendur til að flest af þessu myndi skila sér, ég veit það er pláss fyrir þetta. Svo væri óskandi ef hægt væri að draga úr fordómum með almennri umræðu í samfélaginu með tímanum. Reyna að skilja persónuna sem býr í einstaklingnum í heild og að sjúkdómurinn einkennir hann ekki. Oft liggja mörg áföll og erfiðleikar á bak við í sögu einstaklings með geðklofa. Takk fyrir. Höfundur er öryrki með fjölþættan vanda.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar