Seinna undanúrslitakvöldið var í kvöld þar sem fimm atriði voru á dagskrá:
Dagur Sigurðsson með lagið Flugdrekar
Júlí Heiðar og Dísa með lagið Eldur
Bára Katrín með lagið Rísum upp
Bjarni Ara með lagið Aðeins lengur
Tinna með lagið Þrá
Fyrra undanúrslitakvöldið fór fram um síðustu helgi. Þá komust Stefán Jakobsson með lagið Frelsið mitt, Ágúst með lagið Eins og þú og hljómsveitin VÆB með lagið Róa.
Mummi Lú ljósmyndari smellti myndum af keppendum.




