Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar 15. febrúar 2025 23:00 Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðnuveiðar Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun