Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 10:48 Jude Bellingham trúði því varla að hann hefði fengið að líta rauða spjaldið í gær. Getty/Juan Manuel Serrano Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel. Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn. Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn.
Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira