„Erum ekkert að fara slaka á“ Stefán Marteinn skrifar 16. febrúar 2025 21:55 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum. Vísir/Diego Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97. „Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja. Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
„Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira