Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 17. febrúar 2025 11:03 Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið. Málið snýst um breytingar sem hafa leitt til þess að iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu þurfa ekki að þreyta sama iðnnám og íslenskir iðnnemar en fá samt sitt nám metið til jafns við okkur Íslendinga. Íslenska meistarabréfið er tveggja ára nám sem veitir starfsleyfi í lögverndaðri iðngrein ásamt því að mega taka nemendur á námssamning. Í Austur-Evrópu nægir hins vegar að sitja eitt helgarnámskeið og er það nú borið að jöfnu við okkar meistarabréf. Breytingin átti sér stað árið 2024 þegar þáverandi HVIN-ráðherra, Áslaug Arna, fól nýrri skrifstofu sem hún stofnaði, ENIC/NARIC (E/N), að meta menntun erlendra iðnaðarmanna. Í dag eru því meistarabréf frá Austur-Evrópu komin á lista hjá sýslumanni sem viðurkennd prófskírteini, og þeir sem hafa meistarabréf frá Austur-Evrópu geta fengið íslenska meistarabréfið. Búið er að benda sýslumanni á að þetta stangist á við lög, en sýslumaður sinnir ekki skyldum sínum og neitar að beita sér í málinu – þó svo að lög kveði á um að sýslumaður eigi að kanna réttmæti gagna. Þetta er auðvitað stórfurðulegt mál, og eftir að ég vakti athygli á þessu í nóvember hafði blaðamaður frá Morgunblaðinu samband við mig. Hann vildi vekja máls á þessari gjaldfellingu iðnnáms, var sammála að þetta væri fáránlegt og vildi gera frétt úr málinu. Tónninn breyttist þó skyndilega þegar ég nefndi að Áslaug Arna ætti hlut að máli. Það kom smá þögn í samtalinu og síðan var sagt: „Heyrðu… ég ætla að skoða málið aðeins betur og verð svo í sambandi.“ Það kemur kannski fáum á óvart að ég bíð enn eftir að blaðamaðurinn hringi aftur í mig. Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa þarf núna að gera upp við sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður kenndi sig við stétt með stétt, sé sá flokkur sem passar upp á hagsmuni okkar iðnaðarmanna. Í mannvirkjagerð hér á Íslandi starfa tugir þúsunda, og þar er fjöldinn allur af atkvæðum sem allir flokkar ættu að hafa hugfast þegar næst verður kosið í Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst iðnaðarstéttina með því að gjaldfella íslenska iðnnámið. Iðnaðarmenn fylgjast því grannt með því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hver afstaða nýs formanns verður til íslenskra iðnaðarmanna. Ég minntist á það hér í upphafi að í svargrein sinni sagði Áslaug Arna að ég færi með fleipur og þetta væri einangrað atvik. Staðreyndin er hins vegar sú að nýverið fór hópur íslenskra iðnaðarmanna saman til Austur-Evrópu og sat umrætt helgarnámskeið. Þeir eru komnir með meistarabréf frá Austur-Evrópu og geta nú fengið íslenska meistarabréfið með því að framvísa því erlenda. Aðför Sjálfstæðisflokksins að stétt íslenskra iðnaðarmanna mun seint gleymast. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið. Málið snýst um breytingar sem hafa leitt til þess að iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu þurfa ekki að þreyta sama iðnnám og íslenskir iðnnemar en fá samt sitt nám metið til jafns við okkur Íslendinga. Íslenska meistarabréfið er tveggja ára nám sem veitir starfsleyfi í lögverndaðri iðngrein ásamt því að mega taka nemendur á námssamning. Í Austur-Evrópu nægir hins vegar að sitja eitt helgarnámskeið og er það nú borið að jöfnu við okkar meistarabréf. Breytingin átti sér stað árið 2024 þegar þáverandi HVIN-ráðherra, Áslaug Arna, fól nýrri skrifstofu sem hún stofnaði, ENIC/NARIC (E/N), að meta menntun erlendra iðnaðarmanna. Í dag eru því meistarabréf frá Austur-Evrópu komin á lista hjá sýslumanni sem viðurkennd prófskírteini, og þeir sem hafa meistarabréf frá Austur-Evrópu geta fengið íslenska meistarabréfið. Búið er að benda sýslumanni á að þetta stangist á við lög, en sýslumaður sinnir ekki skyldum sínum og neitar að beita sér í málinu – þó svo að lög kveði á um að sýslumaður eigi að kanna réttmæti gagna. Þetta er auðvitað stórfurðulegt mál, og eftir að ég vakti athygli á þessu í nóvember hafði blaðamaður frá Morgunblaðinu samband við mig. Hann vildi vekja máls á þessari gjaldfellingu iðnnáms, var sammála að þetta væri fáránlegt og vildi gera frétt úr málinu. Tónninn breyttist þó skyndilega þegar ég nefndi að Áslaug Arna ætti hlut að máli. Það kom smá þögn í samtalinu og síðan var sagt: „Heyrðu… ég ætla að skoða málið aðeins betur og verð svo í sambandi.“ Það kemur kannski fáum á óvart að ég bíð enn eftir að blaðamaðurinn hringi aftur í mig. Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa þarf núna að gera upp við sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður kenndi sig við stétt með stétt, sé sá flokkur sem passar upp á hagsmuni okkar iðnaðarmanna. Í mannvirkjagerð hér á Íslandi starfa tugir þúsunda, og þar er fjöldinn allur af atkvæðum sem allir flokkar ættu að hafa hugfast þegar næst verður kosið í Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst iðnaðarstéttina með því að gjaldfella íslenska iðnnámið. Iðnaðarmenn fylgjast því grannt með því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hver afstaða nýs formanns verður til íslenskra iðnaðarmanna. Ég minntist á það hér í upphafi að í svargrein sinni sagði Áslaug Arna að ég færi með fleipur og þetta væri einangrað atvik. Staðreyndin er hins vegar sú að nýverið fór hópur íslenskra iðnaðarmanna saman til Austur-Evrópu og sat umrætt helgarnámskeið. Þeir eru komnir með meistarabréf frá Austur-Evrópu og geta nú fengið íslenska meistarabréfið með því að framvísa því erlenda. Aðför Sjálfstæðisflokksins að stétt íslenskra iðnaðarmanna mun seint gleymast. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun