Ragna Árnadóttir hættir á þingi Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2025 13:32 Ragna Árnadóttir hefur staðið sig vel sem skrifstofustjóri Alþingis og þarna tekur hún nýja þingmenn í kennslu. vísir/vilhelm Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst. Ragna sendi bréf til þingmanna og starfsfólks Alþingis þar sem þetta kemur fram: „Ég vildi segja ykkur frá því að ég mun söðla um 1. ágúst næstkomandi og taka við starfi forstjóra Landsnets. Þá hef ég verið hér á Alþingi í tæp sex ár, en ég var ráðin skrifstofustjóri Alþingis til sex ára frá og með 1. september 2019.“ Ragna lætur það fljóta með að þar sem hún láti ekki af fyrr en eftir hálft ár þá sé þetta bréf hennar ekki kveðjupóstur. Fjölbreyttur starfsferill Uppfært 13:55 Landsnet hefur nú sent út tilkynningu þar sem þetta kemur fram og að hún hafi verið valin úr hópi 52 umsækjenda. Þar segir einnig að hún hafi meðal annars verið aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár. „Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá HáskólaÍslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og var aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár.Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Undanfarin rúm fimm ár hefur Ragna verið skrifstofustjóri Alþingis og leitt breytingarvegferð á skipulagi og rekstri skrifstofu Alþingis.“ Eins og áður sagði tekur Ragna við starfi forstjóra Landsnets 1. ágúst nk. þegar Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri lætur af störfum. Kraftmikil kona stýrir mikilvægu fyrirtæki Í tilkynningunni er vitnað í Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, stjórnarformann Landsnets, sem segir það mikið fagnaðarefni að fá Rögnu til liðs við sterkt teymi starfsfólks fyrirtækisins. „Hún hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu. Auk þess hefur hún verið farsæll stjórnandi með yfirburðaþekkingu á íslensku samfélagi og orkumálum. Við erum afar ánægð að fá jafn kraftmikla konu og hana til að stýra þessu mikilvæga fyrirtæki og bjóðum hana velkomna til Landsnets.“ Einnig er vitnað í Rögnu sem segir skipta sköpum að fyrirtækinu gangi vel í að byggja upp flutningskerfið til að mæta bæði áskorunum samtímans og framtíðarinnar. „Fyrir mig eru það mikil forréttindi að fá að leiða þetta öfluga teymi hjá Landsneti og leggja með þeim drög að framtíðinni og frekari árangri sem stuðlar að bættum lífsgæðum þjóðarinnar með öruggri og aðgengilegri orku.“ Alþingi Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ragna sendi bréf til þingmanna og starfsfólks Alþingis þar sem þetta kemur fram: „Ég vildi segja ykkur frá því að ég mun söðla um 1. ágúst næstkomandi og taka við starfi forstjóra Landsnets. Þá hef ég verið hér á Alþingi í tæp sex ár, en ég var ráðin skrifstofustjóri Alþingis til sex ára frá og með 1. september 2019.“ Ragna lætur það fljóta með að þar sem hún láti ekki af fyrr en eftir hálft ár þá sé þetta bréf hennar ekki kveðjupóstur. Fjölbreyttur starfsferill Uppfært 13:55 Landsnet hefur nú sent út tilkynningu þar sem þetta kemur fram og að hún hafi verið valin úr hópi 52 umsækjenda. Þar segir einnig að hún hafi meðal annars verið aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár. „Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá HáskólaÍslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og var aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár.Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Undanfarin rúm fimm ár hefur Ragna verið skrifstofustjóri Alþingis og leitt breytingarvegferð á skipulagi og rekstri skrifstofu Alþingis.“ Eins og áður sagði tekur Ragna við starfi forstjóra Landsnets 1. ágúst nk. þegar Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri lætur af störfum. Kraftmikil kona stýrir mikilvægu fyrirtæki Í tilkynningunni er vitnað í Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, stjórnarformann Landsnets, sem segir það mikið fagnaðarefni að fá Rögnu til liðs við sterkt teymi starfsfólks fyrirtækisins. „Hún hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu. Auk þess hefur hún verið farsæll stjórnandi með yfirburðaþekkingu á íslensku samfélagi og orkumálum. Við erum afar ánægð að fá jafn kraftmikla konu og hana til að stýra þessu mikilvæga fyrirtæki og bjóðum hana velkomna til Landsnets.“ Einnig er vitnað í Rögnu sem segir skipta sköpum að fyrirtækinu gangi vel í að byggja upp flutningskerfið til að mæta bæði áskorunum samtímans og framtíðarinnar. „Fyrir mig eru það mikil forréttindi að fá að leiða þetta öfluga teymi hjá Landsneti og leggja með þeim drög að framtíðinni og frekari árangri sem stuðlar að bættum lífsgæðum þjóðarinnar með öruggri og aðgengilegri orku.“
Alþingi Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira