Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. febrúar 2025 18:01 Þór Þorlákshöfn er sem stendur ekki í úrslitakeppnissæti. Þjálfari liðsins kallar eftir því að íslensku leikmennirnir stígi meira upp. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er. „Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp? Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
„Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp?
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira