Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 21:00 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur samruna Íslandsbanka og Arion banka ekki koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða verði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði. Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði.
Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira