Körfubolti

Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Banda­ríkja­mönnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Giannis Antetokounmpo og Victor Wembanyama voru báðir mjög hrifnir af hugmyndinni um „Team World“ gegn „Team USA“
Giannis Antetokounmpo og Victor Wembanyama voru báðir mjög hrifnir af hugmyndinni um „Team World“ gegn „Team USA“ getty

Stjörnuleikur NBA deildarinnar hefur dvínað verulega í vinsældum undanfarin ár. Deildin bryddar sífellt upp á nýjungum en það hefur ekki borið árangur í áhorfstölum. Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo eru hrifnir af hugmyndinni um leik milli bandarískra leikmanna og leikmanna frá öðrum löndum.

„Ég væri mjög til í það. Að mínu mati yrði það þýðingarmeira. Það er meira stolt, meira til að keppa að,“ sagði hinn franski Wembanyama.

„Ég myndi elska það, ó já, ég myndi elska það,“ sagði hinn gríski Antetokounmpo mjög spenntur.

Antetokounmpo og Wembanyama eru dæmi um stjörnuleikmönnum frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. Patrick McDermott/Getty Images

Stjörnuleikurinn fór fram í nótt. Nýtt fyrirkomulag var á, þar sem keppt var lítið fjögurra liða mót. Stjörnuleikmönnum var skipt í þrjú lið, fjórða liðið var síðan lið sem hafði betur í keppni milli nýliða og annars árs leikmanna.

Líkt og oft áður var lítið um varnarleik og leikmenn sýndu lítinn sigurvilja, lokatölur urðu miklar, 211-186.

Áhorf og áhugi á stjörnuleiknum hefur farið snarminnkandi síðustu ár og spurning er hvort NBA deildin fallist á hugmyndirnar sem Wembanyama og Antetokounmpo eru svo hrifnir af.

Það hefur allavega gengið vel í „4 Nations Face-Off” keppninni í íshokkí sem stendur nú yfir. Þrívegis brutust út slagsmál á fyrstu níu sekúndunum í leik Bandaríkjanna og Kanada, greinilega ekki bara verið að leika sér þar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×