„Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. febrúar 2025 22:47 Helena Sverrisdóttir er hrifin af því sem hún hefur séð hjá Keflavík undanfarið. Körfuboltakvöld ræddi lið Keflavíkur, sem hefur tekið miklum framförum eftir þjálfarabreytingar. Keflavík skipti um þjálfara á nýju ári. Friðrik Ingi Rúnarsson sagði starfi sínu lausu og Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson voru fengnir í hans stað. Liðið vann fyrstu þrjá leikina undir stjórn Sigurðar og Jóns, tapaði svo naumlega gegn toppliði Hauka í síðustu umferð. Klárlega betra eftir breytingarnar „Ertu farin að sjá einhverja mynd? Erum við ekki farin að sjá, þetta er aðeins öðruvísi?“ velti Hörður Unnsteinsson fyrir sér, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds. „Jú, klárlega. Varnarleikurinn er ekki sá sami… og við erum að sjá, þegar þess þurfti, að ákefðin er orðin miklu meiri. Það er greinilega verið að leggja áherslu á það,“ svaraði Helena Sverrisdóttir. Keflavík hefur sett meiri kraft í varnarleikinn eftir áramót.vísir Einkennisvörn Keflavíkur aftur sjáanleg „Þær festast ekki í einhverju ákveðnu, og maður þekkir það frá þessum Keflavíkurliðum, þú ert alltaf að giska og veist aldrei hvað kemur. Það hefur mér allavega fundist einkennismerki Keflavíkur í gegnum árin: Þær ná að brydda upp á einhvern varnarleik sem truflar sóknina alltaf… Það var ekki að sjá fyrri hluta tímabils,“ sagði Hörður. Ólöf Helga Pálsdóttir var sammála því og sagðist vera farin að sjá aftur það sem hún þekkir af Keflavík. „Algjörlega. Og þeir eiga eftir að koma með fullt svona, félagarnir Siggi og Jonni. Þær eiga eftir að njóta sín,“ bætti hún við. Umræðuna í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Keflavíkur er á miðvikudaginn, útileikur gegn Aþenu. Klippa: Framfarir hjá Keflavík Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Keflavík skipti um þjálfara á nýju ári. Friðrik Ingi Rúnarsson sagði starfi sínu lausu og Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson voru fengnir í hans stað. Liðið vann fyrstu þrjá leikina undir stjórn Sigurðar og Jóns, tapaði svo naumlega gegn toppliði Hauka í síðustu umferð. Klárlega betra eftir breytingarnar „Ertu farin að sjá einhverja mynd? Erum við ekki farin að sjá, þetta er aðeins öðruvísi?“ velti Hörður Unnsteinsson fyrir sér, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds. „Jú, klárlega. Varnarleikurinn er ekki sá sami… og við erum að sjá, þegar þess þurfti, að ákefðin er orðin miklu meiri. Það er greinilega verið að leggja áherslu á það,“ svaraði Helena Sverrisdóttir. Keflavík hefur sett meiri kraft í varnarleikinn eftir áramót.vísir Einkennisvörn Keflavíkur aftur sjáanleg „Þær festast ekki í einhverju ákveðnu, og maður þekkir það frá þessum Keflavíkurliðum, þú ert alltaf að giska og veist aldrei hvað kemur. Það hefur mér allavega fundist einkennismerki Keflavíkur í gegnum árin: Þær ná að brydda upp á einhvern varnarleik sem truflar sóknina alltaf… Það var ekki að sjá fyrri hluta tímabils,“ sagði Hörður. Ólöf Helga Pálsdóttir var sammála því og sagðist vera farin að sjá aftur það sem hún þekkir af Keflavík. „Algjörlega. Og þeir eiga eftir að koma með fullt svona, félagarnir Siggi og Jonni. Þær eiga eftir að njóta sín,“ bætti hún við. Umræðuna í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Keflavíkur er á miðvikudaginn, útileikur gegn Aþenu. Klippa: Framfarir hjá Keflavík
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira