Umræðan hefst um klukkan tvö en þar er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason sem er málshefjandi. Til andsvara verður Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er rætt um strandveiðar en þar segir að til standi að tryggja 48 daga strandveiðitímabil á hverju sumri.
Þetta loforð hefur vakið upp gagnrýni meðal annars hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi sem segja ljóst að upphafleg markmið stjórnvalda um nýliðun og aukna byggðafestu hafi ekki náðst.