Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Boði Logason skrifar 19. febrúar 2025 09:34 Thomas Ragnar Wood, eða Tommy, var gestur í hlaðvarpinu Heilsuhlaðvarpið. Vísir/Einar Dr. Thomas Ragnar Wood, eða Tommy eins og hann er kallaður, prófessor í barnalækningum og taugavísindum, var gestur í þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms á dögunum og ræddi um hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft afgerandi áhrif á heilsu heilans og minnkað líkur á heilabilun um helming og jafnvel enn meir. Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér. Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér.
Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”