Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 07:01 Carlo Ancelotti og Pep Guardiola eru ólíkar týpur en einstaklega færir í sínu starfi. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir engar líkur að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, trúi því að Englandsmeistarar City eigi aðeins eitt prósent möguleika á að fara áfram úr einvígi liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira