KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 11:33 HSÍ hefur þegar þurft að standa straum af umtalsverðum kostnaði árið 2025 því strákarnir okkar voru að vanda á ferðinni í janúar og höfnuðu í 9. sæti á HM. VÍSIR/VILHELM Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband. Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir. KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir.
KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti