Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 07:03 Hjá IKEA starfa margir í hlutastörfum, fólk á aldrinum 16-77 ára, frá 48 þjóðernum, í 80 ólíkum störfum, margir í hlutastörfum, sumir í störfum með stuðningi og aðrir í starfsnámi. Vaka Ágústsdóttir mannauðstjóri IKEA segir hlutastörf vera ein leið vinnustaða til að fagna fjölbreytileikanum. Vísir/Vilhelm „Við erum sem dæmi með 48 þjóðerni í starfi hjá okkur og höfum því sannarlega reynslu af því að starfa með fólki með ólíkan bakgrunn og menningu,“ segir Vaka Ágústsdóttir mannauðsstjóri IKEA. „En aldursbilið hjá okkur er líka 16-77 ára þannig að hjá okkur skiptir engu máli hversu gamalt fólk er, eða af hvaða kyni eða þjóðerni það er eða hvort fólk er í hlutastarfi með skerta starfsgetu. Heldur frekar hvort viðkomandi eigi vel við starfið og starfið eigi vel við viðkomandi,“ segir Vaka og bætir við: „Í raun er stóra spurningin þá bara: Viltu vera memm?“ Vaka segir það alls ekki svo að þeir sem starfi í fullu starfi, séu endilega betri starfsmenn en aðrir. Við eigum ekki að velta okkur svona mikið upp úr starfshlutfalli heldur miklu frekar vinnuframlaginu. Við getum vel verið með starfsmann í hlutastarfi sem skilar meiri vinnu en starfshlutfallið segir til um.“ Þann 1.september næstkomandi verða breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem fela í sér nýja hugsun sem ætlað er að leiði af sér meiri hvata til atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Aukin atvinnuþátttaka þessa hóps kallar á fjölgun hlutastarfa á vinnumarkaði. Í dag og á morgun, rýnir Atvinnulífið í málin. Hlutastörf og fjölbreytileikinn Þegar breytingar verða á örorkulífeyriskerfinu næsta haust, má gera ráð fyrir að fleira fólk með skerta starfsgetu muni leita á vinnumarkaðinn á ný. Margt af þessu fólki, er með góða reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu en hefur sökum til dæmis slysa eða sjúkdóma, horfið af vinnumarkaði um tíma. Tölur sýna hins vegar að oft tekur það langan tíma fyrir þennan hóp fólks að komast aftur á vinnumarkaðinn. Meðal annars vegna þess að hér vantar hlutastörf. Fyrirséð er að fleira fólk þarf til starfa á vinnumarkaðinn næstu árin, en því til viðbótar má nefna að rannsóknir sýna að fólk er líklegra til að ná sér fyrr en ella, fái það tækifæri til að snúa aftur á vinnumarkaðinn. Í viðtali Atvinnulífsins í gær við Söru Dögg Svanhildardóttur, sérfræðing hjá Vinnumálastofnun sem nú leiðir úrræðið Unndísi fyrir fólk með skerta starfsgetu, kom meðal annars fram að í sumum tilfellum eru fyrirtæki einfaldlega ekki að sjá þau tækifæri sem hlutastörf geta falið í sér. Sem er viðfangsefni dagsins og eitt af því sem er áhugavert í samtali við Vöku hjá IKEA, sem hefur mikla reynslu af hlutastörfum, er að oftar en ekki setur Vaka fjölbreytileikann í samhengi við hlutastörfin. „Umræðan er oft sú að það að fagna fjölbreytileikanum á vinnustöðum snúist um að halda vel utan um til dæmis fólk sem er af erlendu bergi brotið eða tilheyrir hinsegin samfélaginu. Það er samt bara hluti af fjölbreytileikanum,“ segir Vaka og bætir við: „Það góða hér er samt það að þegar ég byrjaði að vinna hjá IKEA fyrir um tveimur árum síðan, var ég fljót að átta mig á því að hér þarf í rauninni ekkert að tala sérstaklega um að fagna fjölbreytileikanum. Það er svo löngu komið inn í menninguna hér að fólk er einfaldlega alls konar.“ Að fólk sé alls konar, er einmitt partur af því hvers vegna IKEA býður upp á svo mörg hlutastörf. Hlutastörf eru einfaldlega ein leiðin til þess að mæta fólki. Sumir vilja vinna minna, einfaldlega vegna þess að fólk vill minnka við sig vinnu. Aðrir eru kannski með skerta starfsgetu og nýkomnir aftur á vinnumarkaðinn, enn aðrir eru með fötlun og síðan erum við með fjölmennan hóp af námsfólki sem er að vinna með skóla og svo framvegis.“ En er flókið að vera með mikið af hlutastörfum sem eru kannski alls konar? „Nei, ef þú ert að spyrja mig þá myndi ég alltaf segja að það að mæta fólki og vera með fjölbreyttasta hópinn sé fyrirtækinu til hagsbóta og að bjóða upp á hlutastörf eru einfaldlega liður í því,“ segir Vaka og bætir við: „Hlutastörfin eru liður í því að vera með alls konar fólk og eins og við lítum á þetta, þá er IKEA með sínum vörum og þjónustu að sinna viðskiptavinum sem eru alls konar fólk. Að vera með alls konar fólk í starfi gefur alltaf fleiri sjónarmið, skoðanir og fleira. Fjölbreytileikinn er því alltaf til hagsbóta og hlutastörfin eru liður í því.“ Annað sem Vaka nefnir eru fordómar. „Inter IKEA gerir mjög miklar kröfur til sinna söluaðila um heim allan hvað varðar mannauðinn og þá ekki síst fjölbreytileikann. Áhersla hjá þeim og verkefni sem við þurfum einfaldlega að sinna og geta sýnt fram á að við stöndumst, er að hér sé ekkert til staðar sem kalla má faldir fordómar (e. hidden bias). Að bjóða upp á hlutastörf fyrir mismunandi hópa af mismunandi ástæðum er leið til þess að eyða slíkum fordómum.“ Vaka segir að það að fagna fjölbreytileikanum þýði mun fleira en að halda vel utan um hópa eins og fólk sem kemur erlendis frá eða fólk í hinsegin samfélaginu og svo framvegis. Fullt af fólki vilji starfa í hlutastörfum og því séu hlutastörf ein leið til að mæta fólki; til dæmis þeim hópi fólks sem er að jafna sig eftir slys eða sjúkdóma.Vísir/Vilhelm Praktísku málin Hjá IKEA starfa um 450 manns. Mjög margir eru í 80% starfshlutfalli, en starfa þá í því sem kallast 3:2:2 vaktarfyrirkomulaginu. Hjá IKEA skilgreinast störf sem hlutastörf ef þau nema 50% starfshlutfalli eða minna og hjá fyrirtækinu starfa 96 manns í slíkum hlutastörfum, eða sem nemur 22% af heildinni. „Auðvitað eru mörg störf hjá okkur bundin við ákveðna viðveru, sérstaklega þjónustan í versluninni. En við erum með starfsfólk í störfum allan sólahringinn. Á næturnar er til dæmis fólk sem starfar í öryggisvörslu eða inni á birgðasviði þar sem verið er að taka á móti vörum og fleira,“ segir Vaka og bætir við: „Heilt yfir erum við með 80 ólík störf hjá IKEA og það auðvitað hjálpar okkur líka í því að geta boðið upp á hlutastörf.“ Í þessu samhengi, má nefna að hjá IKEA starfar fólk í því sem kallast atvinna með stuðning en það er þá fólk með fötlun. „Við höfum unnið með Vinnumálastofnun í þeim ráðningum og það hefur gengið vel,“ segir Vaka. En hvað þýðir að vera í starfsnámi hjá IKEA? „Það eru ráðningar sem við höfum meðal annars með sveitarfélögum og beinast að fólki með skerta starfsgetu, er í endurhæfingu og að snúa aftur á vinnumarkaðinn ,“ segir Vaka og bendir á að þetta sé svo sem ekkert ólíkt því sem Unndís-leiðin boðar nú fyrir fólk á hlutaörorku. „Auðvitað þarf síðan að huga að ýmsum málum í þessu samhengi. Við erum til dæmis með mörg störf sem eru líkamlega erfið. Önnur störf kalla á að fólk þarf að standa mjög mikið. Svona störf henta ekkert endilega fólki sem er að jafna sig eftir slys. Á móti kemur að við erum líka með ýmiss önnur störf, til dæmis á skrifstofunni, sem gætu hentað og það er þá frekar hægt að huga að því.“ Vaka segir fjölbreytileika mannauðsins alltaf víkka sjóndeildarhringinn en hjá IKEA er lögð áhersla á að sporna við földum fordómum (e. hidden bias). IKEA hefur góða reynslu af því að ráða starfsfólk með fötlun og/eða fólk í endurhæfingu, það sé liður í því að auka á fjölbreytileika og að eyða fordómum.Vísir/Vilhelm Vaka segir hlutastörf þó oft snúast um vinnutímann. „Við erum með hlutastörf sem eru til dæmis önnur hver helgi og hjá okkur vinnur fólk líka sem byrjar seinni partinn en ekki fyrri partinn, það einfaldlega hentar sumum betur.“ Annað sem Vaka segir skipta miklu máli, er að starfsfólk sjái tækifærin til starfsþróunar. Sem getur líka skipt máli fyrir fólk í hlutastörfum. „Við hvetjum til þess að starfsfólk hér prófi aðrar deildir innanhúss og horfum til þess að fólk sem þegar starfar hjá okkur, geti þróast í starfi þegar ný störf bjóðast. Enda eigum við mýmörg dæmi um að fólk sem til dæmis hefur byrjað hjá okkur í hlutastarfi en endar með að vinna hérna lengi í meira starfi,“ segir Vaka og bætir við: ,,Fyrir stuttu var ég til dæmis að hlusta á erindi frá einni sem vinnur hjá IKEA og hefur gert það lengi. En ætlaði sér bara að vinna hérna í svona eitt tvö ár eftir skóla!“ Í alla staði er það að minnsta kosti svo að Vaka hvetur fyrirtæki klárlega til að skoða valkosti fyrir starfsfólk í formi hlutastarfa. Málið snýst alltaf um að finna gott fólk. Og þá skiptir engu máli hversu gamalt fólk er, af hvaða kyni, hvort það vilji hlutastarf eða annað. Ekkert af þessu eru atriði sem benda til þess að fólk sé verri starfskraftur. Þvert á móti er það staðreynd að fjölbreytileikinn víkkar alltaf sjóndeildarhringinn okkar sem á endanum er betra fyrir reksturinn.“ Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Guðrúnu Hlín Þórarinsdóttur árið 2022, þá 75 ára. Guðrún er enn í dag elsti starfsmaður IKEA. Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning IKEA Tengdar fréttir Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag „Nei, nei, þetta er nú þegar í gildi,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun um Unndísi; Nýtt verkfæri sem vinnustaðir geta nýtt sér þegar þau ráða fólk sem hefur af ýmsum ástæðum verið frá vinnumarkaði um tíma, telst með skerta starfsgetu og er komið á hlutaörorku. 19. febrúar 2025 07:02 Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun. 19. nóvember 2021 07:01 Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Ég endaði mitt erindi á því að leggja þetta fram að gamni sem sparnaðartillögu fyrir nýja ríkisstjórn,“ segir Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta og brosir. 6. febrúar 2025 07:03 „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN. 5. febrúar 2025 07:00 „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira
„En aldursbilið hjá okkur er líka 16-77 ára þannig að hjá okkur skiptir engu máli hversu gamalt fólk er, eða af hvaða kyni eða þjóðerni það er eða hvort fólk er í hlutastarfi með skerta starfsgetu. Heldur frekar hvort viðkomandi eigi vel við starfið og starfið eigi vel við viðkomandi,“ segir Vaka og bætir við: „Í raun er stóra spurningin þá bara: Viltu vera memm?“ Vaka segir það alls ekki svo að þeir sem starfi í fullu starfi, séu endilega betri starfsmenn en aðrir. Við eigum ekki að velta okkur svona mikið upp úr starfshlutfalli heldur miklu frekar vinnuframlaginu. Við getum vel verið með starfsmann í hlutastarfi sem skilar meiri vinnu en starfshlutfallið segir til um.“ Þann 1.september næstkomandi verða breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem fela í sér nýja hugsun sem ætlað er að leiði af sér meiri hvata til atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Aukin atvinnuþátttaka þessa hóps kallar á fjölgun hlutastarfa á vinnumarkaði. Í dag og á morgun, rýnir Atvinnulífið í málin. Hlutastörf og fjölbreytileikinn Þegar breytingar verða á örorkulífeyriskerfinu næsta haust, má gera ráð fyrir að fleira fólk með skerta starfsgetu muni leita á vinnumarkaðinn á ný. Margt af þessu fólki, er með góða reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu en hefur sökum til dæmis slysa eða sjúkdóma, horfið af vinnumarkaði um tíma. Tölur sýna hins vegar að oft tekur það langan tíma fyrir þennan hóp fólks að komast aftur á vinnumarkaðinn. Meðal annars vegna þess að hér vantar hlutastörf. Fyrirséð er að fleira fólk þarf til starfa á vinnumarkaðinn næstu árin, en því til viðbótar má nefna að rannsóknir sýna að fólk er líklegra til að ná sér fyrr en ella, fái það tækifæri til að snúa aftur á vinnumarkaðinn. Í viðtali Atvinnulífsins í gær við Söru Dögg Svanhildardóttur, sérfræðing hjá Vinnumálastofnun sem nú leiðir úrræðið Unndísi fyrir fólk með skerta starfsgetu, kom meðal annars fram að í sumum tilfellum eru fyrirtæki einfaldlega ekki að sjá þau tækifæri sem hlutastörf geta falið í sér. Sem er viðfangsefni dagsins og eitt af því sem er áhugavert í samtali við Vöku hjá IKEA, sem hefur mikla reynslu af hlutastörfum, er að oftar en ekki setur Vaka fjölbreytileikann í samhengi við hlutastörfin. „Umræðan er oft sú að það að fagna fjölbreytileikanum á vinnustöðum snúist um að halda vel utan um til dæmis fólk sem er af erlendu bergi brotið eða tilheyrir hinsegin samfélaginu. Það er samt bara hluti af fjölbreytileikanum,“ segir Vaka og bætir við: „Það góða hér er samt það að þegar ég byrjaði að vinna hjá IKEA fyrir um tveimur árum síðan, var ég fljót að átta mig á því að hér þarf í rauninni ekkert að tala sérstaklega um að fagna fjölbreytileikanum. Það er svo löngu komið inn í menninguna hér að fólk er einfaldlega alls konar.“ Að fólk sé alls konar, er einmitt partur af því hvers vegna IKEA býður upp á svo mörg hlutastörf. Hlutastörf eru einfaldlega ein leiðin til þess að mæta fólki. Sumir vilja vinna minna, einfaldlega vegna þess að fólk vill minnka við sig vinnu. Aðrir eru kannski með skerta starfsgetu og nýkomnir aftur á vinnumarkaðinn, enn aðrir eru með fötlun og síðan erum við með fjölmennan hóp af námsfólki sem er að vinna með skóla og svo framvegis.“ En er flókið að vera með mikið af hlutastörfum sem eru kannski alls konar? „Nei, ef þú ert að spyrja mig þá myndi ég alltaf segja að það að mæta fólki og vera með fjölbreyttasta hópinn sé fyrirtækinu til hagsbóta og að bjóða upp á hlutastörf eru einfaldlega liður í því,“ segir Vaka og bætir við: „Hlutastörfin eru liður í því að vera með alls konar fólk og eins og við lítum á þetta, þá er IKEA með sínum vörum og þjónustu að sinna viðskiptavinum sem eru alls konar fólk. Að vera með alls konar fólk í starfi gefur alltaf fleiri sjónarmið, skoðanir og fleira. Fjölbreytileikinn er því alltaf til hagsbóta og hlutastörfin eru liður í því.“ Annað sem Vaka nefnir eru fordómar. „Inter IKEA gerir mjög miklar kröfur til sinna söluaðila um heim allan hvað varðar mannauðinn og þá ekki síst fjölbreytileikann. Áhersla hjá þeim og verkefni sem við þurfum einfaldlega að sinna og geta sýnt fram á að við stöndumst, er að hér sé ekkert til staðar sem kalla má faldir fordómar (e. hidden bias). Að bjóða upp á hlutastörf fyrir mismunandi hópa af mismunandi ástæðum er leið til þess að eyða slíkum fordómum.“ Vaka segir að það að fagna fjölbreytileikanum þýði mun fleira en að halda vel utan um hópa eins og fólk sem kemur erlendis frá eða fólk í hinsegin samfélaginu og svo framvegis. Fullt af fólki vilji starfa í hlutastörfum og því séu hlutastörf ein leið til að mæta fólki; til dæmis þeim hópi fólks sem er að jafna sig eftir slys eða sjúkdóma.Vísir/Vilhelm Praktísku málin Hjá IKEA starfa um 450 manns. Mjög margir eru í 80% starfshlutfalli, en starfa þá í því sem kallast 3:2:2 vaktarfyrirkomulaginu. Hjá IKEA skilgreinast störf sem hlutastörf ef þau nema 50% starfshlutfalli eða minna og hjá fyrirtækinu starfa 96 manns í slíkum hlutastörfum, eða sem nemur 22% af heildinni. „Auðvitað eru mörg störf hjá okkur bundin við ákveðna viðveru, sérstaklega þjónustan í versluninni. En við erum með starfsfólk í störfum allan sólahringinn. Á næturnar er til dæmis fólk sem starfar í öryggisvörslu eða inni á birgðasviði þar sem verið er að taka á móti vörum og fleira,“ segir Vaka og bætir við: „Heilt yfir erum við með 80 ólík störf hjá IKEA og það auðvitað hjálpar okkur líka í því að geta boðið upp á hlutastörf.“ Í þessu samhengi, má nefna að hjá IKEA starfar fólk í því sem kallast atvinna með stuðning en það er þá fólk með fötlun. „Við höfum unnið með Vinnumálastofnun í þeim ráðningum og það hefur gengið vel,“ segir Vaka. En hvað þýðir að vera í starfsnámi hjá IKEA? „Það eru ráðningar sem við höfum meðal annars með sveitarfélögum og beinast að fólki með skerta starfsgetu, er í endurhæfingu og að snúa aftur á vinnumarkaðinn ,“ segir Vaka og bendir á að þetta sé svo sem ekkert ólíkt því sem Unndís-leiðin boðar nú fyrir fólk á hlutaörorku. „Auðvitað þarf síðan að huga að ýmsum málum í þessu samhengi. Við erum til dæmis með mörg störf sem eru líkamlega erfið. Önnur störf kalla á að fólk þarf að standa mjög mikið. Svona störf henta ekkert endilega fólki sem er að jafna sig eftir slys. Á móti kemur að við erum líka með ýmiss önnur störf, til dæmis á skrifstofunni, sem gætu hentað og það er þá frekar hægt að huga að því.“ Vaka segir fjölbreytileika mannauðsins alltaf víkka sjóndeildarhringinn en hjá IKEA er lögð áhersla á að sporna við földum fordómum (e. hidden bias). IKEA hefur góða reynslu af því að ráða starfsfólk með fötlun og/eða fólk í endurhæfingu, það sé liður í því að auka á fjölbreytileika og að eyða fordómum.Vísir/Vilhelm Vaka segir hlutastörf þó oft snúast um vinnutímann. „Við erum með hlutastörf sem eru til dæmis önnur hver helgi og hjá okkur vinnur fólk líka sem byrjar seinni partinn en ekki fyrri partinn, það einfaldlega hentar sumum betur.“ Annað sem Vaka segir skipta miklu máli, er að starfsfólk sjái tækifærin til starfsþróunar. Sem getur líka skipt máli fyrir fólk í hlutastörfum. „Við hvetjum til þess að starfsfólk hér prófi aðrar deildir innanhúss og horfum til þess að fólk sem þegar starfar hjá okkur, geti þróast í starfi þegar ný störf bjóðast. Enda eigum við mýmörg dæmi um að fólk sem til dæmis hefur byrjað hjá okkur í hlutastarfi en endar með að vinna hérna lengi í meira starfi,“ segir Vaka og bætir við: ,,Fyrir stuttu var ég til dæmis að hlusta á erindi frá einni sem vinnur hjá IKEA og hefur gert það lengi. En ætlaði sér bara að vinna hérna í svona eitt tvö ár eftir skóla!“ Í alla staði er það að minnsta kosti svo að Vaka hvetur fyrirtæki klárlega til að skoða valkosti fyrir starfsfólk í formi hlutastarfa. Málið snýst alltaf um að finna gott fólk. Og þá skiptir engu máli hversu gamalt fólk er, af hvaða kyni, hvort það vilji hlutastarf eða annað. Ekkert af þessu eru atriði sem benda til þess að fólk sé verri starfskraftur. Þvert á móti er það staðreynd að fjölbreytileikinn víkkar alltaf sjóndeildarhringinn okkar sem á endanum er betra fyrir reksturinn.“ Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Guðrúnu Hlín Þórarinsdóttur árið 2022, þá 75 ára. Guðrún er enn í dag elsti starfsmaður IKEA.
Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning IKEA Tengdar fréttir Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag „Nei, nei, þetta er nú þegar í gildi,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun um Unndísi; Nýtt verkfæri sem vinnustaðir geta nýtt sér þegar þau ráða fólk sem hefur af ýmsum ástæðum verið frá vinnumarkaði um tíma, telst með skerta starfsgetu og er komið á hlutaörorku. 19. febrúar 2025 07:02 Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun. 19. nóvember 2021 07:01 Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Ég endaði mitt erindi á því að leggja þetta fram að gamni sem sparnaðartillögu fyrir nýja ríkisstjórn,“ segir Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta og brosir. 6. febrúar 2025 07:03 „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN. 5. febrúar 2025 07:00 „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira
Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag „Nei, nei, þetta er nú þegar í gildi,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun um Unndísi; Nýtt verkfæri sem vinnustaðir geta nýtt sér þegar þau ráða fólk sem hefur af ýmsum ástæðum verið frá vinnumarkaði um tíma, telst með skerta starfsgetu og er komið á hlutaörorku. 19. febrúar 2025 07:02
Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun. 19. nóvember 2021 07:01
Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Ég endaði mitt erindi á því að leggja þetta fram að gamni sem sparnaðartillögu fyrir nýja ríkisstjórn,“ segir Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta og brosir. 6. febrúar 2025 07:03
„Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN. 5. febrúar 2025 07:00
„Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01