Sport

Dag­skráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögu­lega?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson eru í stórum hlutverkum í liði Víkings.
Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson eru í stórum hlutverkum í liði Víkings. Vísir/Hulda Margrét

Það er vægast sagt mikið um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Leikur Víkinga í Grikklandi stendur hins vegar upp úr.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20.00 er komið að Körfuboltakvöldi kvenna.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.35 hefst leikur Roma og Porto í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu.

Klukkan 19.50 er leikur Ajax og Union SG í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildar á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.35 er viðureign Real Betis og Gent í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu á dagskrá. Andri Lucas Guðjohnsen er leikmaður Gent.

Klukkan 19.50 er komið að Anderlecht og Fenerbahce í Evrópudeildinni.

Stöð 2 Sport 4

Magical Kenya Open-mótið í golfi hefst klukkan 10.00. Mótið er hluti af DP heimsmótaröðinni.

Klukkan 19.50 er komið að Shamrock Rovers og Molde í Sambandsdeildinni.

Klukkan 03.00 er Honga LPGA Tæland-mótið í golfi á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 17.35 er leikur Galatasaray og AZ Alkmaar í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á dagskrá.

Klukkan 19.45 er komið að leik Panathinaikos og Víkings. Staðan í einvíginu er 2-1 Víkingum í vil og dugir þeim því jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslit. Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon eru leikmenn Panathinaikos.

Klukkan 22.00 er Uppgjör Sambandsdeildarinnar á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×