PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 22:16 Fagna einu sjö marka sinna. EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON París Saint-Germain niðurlægði Brest þegar liðin mættust í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3-0 og leik kvöldsins 7-0 þá var staðan í einvíginu 10-0 PSG í vil. Leikurinn var í raun formsatriði fyrir stórlið PSG. Það var þó ekki að sjá þar sem PSG slakaði aldrei á og gjörsigraði andstæðinga sína í kvöld. Bradley Barcola skoraði eftir 20 mínútur í kjölfar undirbúnings Fábian Ruiz. Á 39. mínútu lagði Barcola svo upp fyrir Khvicha Kvaratskhelia. Staðan því 2-0 í hálfleik og 5-0 samanlagt. Vitinha bætti þriðja markinu við eftir undirbúning Ruiz á 59. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Désiré Doué eftir sendingu Gonçalo Ramos. Það var svo bakvörðurinn Nuno Mendes sem bætti fimmta markinu við á 69. mínútu eftir sendingu bakvarðarins Achraf Hakimi. Mendes fagnar marki sínu.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Ramos og Doué sneru dæminu svo við þegar sá fyrrnefndi skoraði sjötta mark leiksins. Senny Mayulu bætti svo sjöunda markinu við eftir sendingu Kvaratskhelia á 86. mínútu. Lokatölur í París 7-0 og PSG mætir Liverpool eða Barcelona í 16-liða úrslitum. Í Eindhoven mættust PSV og Juventus. Gestirnir frá Ítalíu leiddu 2-1 eftir fyrri leikinn og hvorugt lið tók því áhættur strax í fyrri hálfleik, staðan markalaus að honum loknum. Í Þýskalandi var Sporting Lissabon í heimsókn hjá Borussia Dortmund. Heimamenn í Dortmund voru 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og sást það á leik kvöldsins. Gulir gerðu það sem þurfti til og skoruðu meira að segja mark sem var dæmt af áður en flautað var til leiksloka. Markalaust jafntefli niðurstaðan. Dortmund mætir annað hvort Aston Villa eða Lille í 16-liða úrslitum. Dortmund er komið áfram.EPA-EFE/FABIAN STRAUCH Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. 19. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Leikurinn var í raun formsatriði fyrir stórlið PSG. Það var þó ekki að sjá þar sem PSG slakaði aldrei á og gjörsigraði andstæðinga sína í kvöld. Bradley Barcola skoraði eftir 20 mínútur í kjölfar undirbúnings Fábian Ruiz. Á 39. mínútu lagði Barcola svo upp fyrir Khvicha Kvaratskhelia. Staðan því 2-0 í hálfleik og 5-0 samanlagt. Vitinha bætti þriðja markinu við eftir undirbúning Ruiz á 59. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Désiré Doué eftir sendingu Gonçalo Ramos. Það var svo bakvörðurinn Nuno Mendes sem bætti fimmta markinu við á 69. mínútu eftir sendingu bakvarðarins Achraf Hakimi. Mendes fagnar marki sínu.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Ramos og Doué sneru dæminu svo við þegar sá fyrrnefndi skoraði sjötta mark leiksins. Senny Mayulu bætti svo sjöunda markinu við eftir sendingu Kvaratskhelia á 86. mínútu. Lokatölur í París 7-0 og PSG mætir Liverpool eða Barcelona í 16-liða úrslitum. Í Eindhoven mættust PSV og Juventus. Gestirnir frá Ítalíu leiddu 2-1 eftir fyrri leikinn og hvorugt lið tók því áhættur strax í fyrri hálfleik, staðan markalaus að honum loknum. Í Þýskalandi var Sporting Lissabon í heimsókn hjá Borussia Dortmund. Heimamenn í Dortmund voru 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og sást það á leik kvöldsins. Gulir gerðu það sem þurfti til og skoruðu meira að segja mark sem var dæmt af áður en flautað var til leiksloka. Markalaust jafntefli niðurstaðan. Dortmund mætir annað hvort Aston Villa eða Lille í 16-liða úrslitum. Dortmund er komið áfram.EPA-EFE/FABIAN STRAUCH
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. 19. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. 19. febrúar 2025 19:31