Innlent

Niður­stöðu beðið í Karp­húsinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu kennara en hið opinbera fór fram á frest fram til hádegis til þess að bregðast við innahússtillögu ríkissáttasemjara í gær. 

Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna og það ætti því að skýrast í hádeginu hvort samningar hafi tekist þanni að hægt verði að afstýra frekari verkfallsaðgerðum. 

Þá fjöllum við um Hinsegin kórinn sem hefur ákveðið að fara ekki í kórferðalag til Bandaríkjanna eins og staðið hafði til, sökum óvissu í málefnum hinsegin fólks þar í landi. 

Við fjöllum síðan um borgarmálin en það skýrist síðdegis hvernig nýr meirihluti í borginni verður og nýr bogarstjóri verður einnig kjörinn. 

Í sportinu eru það tvö svekkjandi töp sem verða til umræðu, annars vegar hjá íslenska körfuboltalandsliðinu og hinsvegar hjá Víkingum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×