Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 16:49 Reiknað er með því að höfuðstöðvarnar rísi á lóðunum tveimur sem eru nær gömlu hesthúsunum. Framtíð nyrstu lóðarinnar er óráðin. Landsvirkjun Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir þó að það muni koma í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verði í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður. Þá hafi stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á fyrri höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Tvær lóðir undir Landsvirkjun en óvíst með þá þriðju Í tilkynningu segir að lóðirnar séu við Bústaðaveg 143, 145 og 147 og liggi að Reykjanesbraut, norður af veitingastaðnum á Sprengisandi og gömlu hesthúsum Fáks. Þær hafi verið seldar í einu lagi á um 1,3 milljarða króna með áföllnum gjöldum. Fyrstu áform Landsvirkjunar geri ráð fyrir að syðri lóðirnar tvær, 145 og 147, verði sameinaðar undir nýjar höfuðstöðvar. Ekki hafi verið tekin ákvörðum um þriðju lóðina, sem liggur nyrst. Fyrstu áætlanir geri ráð fyrir að höfuðstöðvar við Bústaðaveg verði í um áttatíu metra fjarlægð frá þeim íbúðarhúsum sem næst standa. Byggingarmagn á lóðunum tveimur verði í samræmi við núgildandi deiliskipulag þótt tvær lóðir verði sameinaðar og á þeim rísi ein bygging. Landsvirkjun muni leggja áherslu á að vera í góðum samskiptum við íbúa í grennd við athafnasvæðið um framgang mála. Gætu verið fullbúnar eftir þrjú ár Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að lóðirnar liggi vel við helstu stofnleiðum og þjónustu, rétt eins og fyrri höfuðstöðvar við Háaleitisbraut hafi gert. Þótt endanleg ákvörðun um uppbyggingu á svæðinu liggi ekki fyrir sé ánægjulegt að sjá að málið sé komið á rekspöl. „Ef svo heldur sem horfir gætu nýjar höfuðstöðvar verið fullbúnar eftir 3-4 ár. Við förum fram af varfærni, enda þurfum við að vanda til undirbúnings og allra verka þegar hugað er að byggingu höfuðstöðva sem vonandi munu standa næstu áratugi.“ Landsvirkjun Skipulag Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir þó að það muni koma í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verði í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður. Þá hafi stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á fyrri höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Tvær lóðir undir Landsvirkjun en óvíst með þá þriðju Í tilkynningu segir að lóðirnar séu við Bústaðaveg 143, 145 og 147 og liggi að Reykjanesbraut, norður af veitingastaðnum á Sprengisandi og gömlu hesthúsum Fáks. Þær hafi verið seldar í einu lagi á um 1,3 milljarða króna með áföllnum gjöldum. Fyrstu áform Landsvirkjunar geri ráð fyrir að syðri lóðirnar tvær, 145 og 147, verði sameinaðar undir nýjar höfuðstöðvar. Ekki hafi verið tekin ákvörðum um þriðju lóðina, sem liggur nyrst. Fyrstu áætlanir geri ráð fyrir að höfuðstöðvar við Bústaðaveg verði í um áttatíu metra fjarlægð frá þeim íbúðarhúsum sem næst standa. Byggingarmagn á lóðunum tveimur verði í samræmi við núgildandi deiliskipulag þótt tvær lóðir verði sameinaðar og á þeim rísi ein bygging. Landsvirkjun muni leggja áherslu á að vera í góðum samskiptum við íbúa í grennd við athafnasvæðið um framgang mála. Gætu verið fullbúnar eftir þrjú ár Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að lóðirnar liggi vel við helstu stofnleiðum og þjónustu, rétt eins og fyrri höfuðstöðvar við Háaleitisbraut hafi gert. Þótt endanleg ákvörðun um uppbyggingu á svæðinu liggi ekki fyrir sé ánægjulegt að sjá að málið sé komið á rekspöl. „Ef svo heldur sem horfir gætu nýjar höfuðstöðvar verið fullbúnar eftir 3-4 ár. Við förum fram af varfærni, enda þurfum við að vanda til undirbúnings og allra verka þegar hugað er að byggingu höfuðstöðva sem vonandi munu standa næstu áratugi.“
Landsvirkjun Skipulag Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira