Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 16:58 Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri heilsar Heiðu Björgu Hilmisdóttur augnablikum áður en Heiða var kjörin borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. Aukafundur borgarstjórnar stendur yfir í ráðhúsinu þar sem greidd eru atkvæði um borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og í ráð og nefndir borgarinnar. Fram kom á blaðamannafundi oddvita nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokksins að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði nýr borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni að ofan var fjöldi kennara á pöllum borgarstjórnarsalsins og sömuleiðis fyrir utan. Atkvæðagreiðsla gekk nokkuð greiðlega fyrir sig. Borgarfulltrúar nýs meirihluta greiddu atkvæði með nýjum borgarstjóra en fulltrúar í minnihlutanum skiluðu auðu. Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri þakkaði fyrir sig og sagði heiður að hafa fengið að stjórna borginni. Hann óskaði nýjum borgarstjóra og nýjum meirihluta góðs gengis. Heiða Björg, sem fagnar 54 ára afmæli í dag, sagðist mjög auðmjúk að fá að leiða samstarfið í borginni sem sé mótað af félagshyggju. Til standi að bæta lífsgæði íbúa og þar sé nýr meirihluti með háleitar hugmyndir. Nú verði breyttar áherslur en vonast eftir góðu samstarfi í borgarstjórn. Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta.Vísir/vilhelm Heiða Björg, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði mjög leiðinlegt að kennaraverkfall skylli á þennan sama dag. Þá kölluðu kennarar á pöllunum inn í og Sanna Magdalena, nýr forseti borgarstjórnar, bað um hljóð á fundinum. Heiða Björg sagði að henni þætti ótrúlega sorglegt að deilan væri komin í þennan hnút. Ekkert launungarmál sé að hún hafi stutt innanhússtillögu sáttasemjara og ætli að skoða sín mál í framhaldinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Heiða Björg ekki á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi þar sem tillaga sáttasemjara var rædd. Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024-25 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira
Aukafundur borgarstjórnar stendur yfir í ráðhúsinu þar sem greidd eru atkvæði um borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og í ráð og nefndir borgarinnar. Fram kom á blaðamannafundi oddvita nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokksins að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði nýr borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni að ofan var fjöldi kennara á pöllum borgarstjórnarsalsins og sömuleiðis fyrir utan. Atkvæðagreiðsla gekk nokkuð greiðlega fyrir sig. Borgarfulltrúar nýs meirihluta greiddu atkvæði með nýjum borgarstjóra en fulltrúar í minnihlutanum skiluðu auðu. Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri þakkaði fyrir sig og sagði heiður að hafa fengið að stjórna borginni. Hann óskaði nýjum borgarstjóra og nýjum meirihluta góðs gengis. Heiða Björg, sem fagnar 54 ára afmæli í dag, sagðist mjög auðmjúk að fá að leiða samstarfið í borginni sem sé mótað af félagshyggju. Til standi að bæta lífsgæði íbúa og þar sé nýr meirihluti með háleitar hugmyndir. Nú verði breyttar áherslur en vonast eftir góðu samstarfi í borgarstjórn. Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta.Vísir/vilhelm Heiða Björg, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði mjög leiðinlegt að kennaraverkfall skylli á þennan sama dag. Þá kölluðu kennarar á pöllunum inn í og Sanna Magdalena, nýr forseti borgarstjórnar, bað um hljóð á fundinum. Heiða Björg sagði að henni þætti ótrúlega sorglegt að deilan væri komin í þennan hnút. Ekkert launungarmál sé að hún hafi stutt innanhússtillögu sáttasemjara og ætli að skoða sín mál í framhaldinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Heiða Björg ekki á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi þar sem tillaga sáttasemjara var rædd.
Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024-25 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira