Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 16:58 Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri heilsar Heiðu Björgu Hilmisdóttur augnablikum áður en Heiða var kjörin borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. Aukafundur borgarstjórnar stendur yfir í ráðhúsinu þar sem greidd eru atkvæði um borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og í ráð og nefndir borgarinnar. Fram kom á blaðamannafundi oddvita nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokksins að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði nýr borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni að ofan var fjöldi kennara á pöllum borgarstjórnarsalsins og sömuleiðis fyrir utan. Atkvæðagreiðsla gekk nokkuð greiðlega fyrir sig. Borgarfulltrúar nýs meirihluta greiddu atkvæði með nýjum borgarstjóra en fulltrúar í minnihlutanum skiluðu auðu. Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri þakkaði fyrir sig og sagði heiður að hafa fengið að stjórna borginni. Hann óskaði nýjum borgarstjóra og nýjum meirihluta góðs gengis. Heiða Björg, sem fagnar 54 ára afmæli í dag, sagðist mjög auðmjúk að fá að leiða samstarfið í borginni sem sé mótað af félagshyggju. Til standi að bæta lífsgæði íbúa og þar sé nýr meirihluti með háleitar hugmyndir. Nú verði breyttar áherslur en vonast eftir góðu samstarfi í borgarstjórn. Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta.Vísir/vilhelm Heiða Björg, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði mjög leiðinlegt að kennaraverkfall skylli á þennan sama dag. Þá kölluðu kennarar á pöllunum inn í og Sanna Magdalena, nýr forseti borgarstjórnar, bað um hljóð á fundinum. Heiða Björg sagði að henni þætti ótrúlega sorglegt að deilan væri komin í þennan hnút. Ekkert launungarmál sé að hún hafi stutt innanhússtillögu sáttasemjara og ætli að skoða sín mál í framhaldinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Heiða Björg ekki á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi þar sem tillaga sáttasemjara var rædd. Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024-25 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Aukafundur borgarstjórnar stendur yfir í ráðhúsinu þar sem greidd eru atkvæði um borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og í ráð og nefndir borgarinnar. Fram kom á blaðamannafundi oddvita nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokksins að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði nýr borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni að ofan var fjöldi kennara á pöllum borgarstjórnarsalsins og sömuleiðis fyrir utan. Atkvæðagreiðsla gekk nokkuð greiðlega fyrir sig. Borgarfulltrúar nýs meirihluta greiddu atkvæði með nýjum borgarstjóra en fulltrúar í minnihlutanum skiluðu auðu. Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri þakkaði fyrir sig og sagði heiður að hafa fengið að stjórna borginni. Hann óskaði nýjum borgarstjóra og nýjum meirihluta góðs gengis. Heiða Björg, sem fagnar 54 ára afmæli í dag, sagðist mjög auðmjúk að fá að leiða samstarfið í borginni sem sé mótað af félagshyggju. Til standi að bæta lífsgæði íbúa og þar sé nýr meirihluti með háleitar hugmyndir. Nú verði breyttar áherslur en vonast eftir góðu samstarfi í borgarstjórn. Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta.Vísir/vilhelm Heiða Björg, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði mjög leiðinlegt að kennaraverkfall skylli á þennan sama dag. Þá kölluðu kennarar á pöllunum inn í og Sanna Magdalena, nýr forseti borgarstjórnar, bað um hljóð á fundinum. Heiða Björg sagði að henni þætti ótrúlega sorglegt að deilan væri komin í þennan hnút. Ekkert launungarmál sé að hún hafi stutt innanhússtillögu sáttasemjara og ætli að skoða sín mál í framhaldinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Heiða Björg ekki á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi þar sem tillaga sáttasemjara var rædd.
Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024-25 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira