„Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2025 20:15 Þorsteinn Halldórsson var hóflega sáttur með leik íslenska kvennalandsliðsins í kvöld. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images „Mér fannst við spila fínt í fyrri hálfleik og gerðum ágætlega á köflum þar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira