Fótbolti

Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að eiga frábæra endurkomu í boltann eftir erfitt meiðslaár.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að eiga frábæra endurkomu í boltann eftir erfitt meiðslaár. Getty/Pier Marco Tacca

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera frábæra hluti á sínu fyrsta tímabili með ítalska stórliðinu Internazionale. Hún hélt hreinu með íslenska landsliðinu í gær eitthvað sem við höfum séð mikið af í leikjum hennar i Seríu A.

Cecilía Rán er á láni frá Bayern München eftir að hafa komið til baka undir lok síðustu leiktíðar eftir erfið meiðsli. Hún hefur sýnt virði sitt í marki Internazionale.

Soccerdonna miðillinn tók saman tölfræði úr fimm bestu kvennadeildum Evrópu og þar var Cecilía Rán flottur fulltrúi Íslands.

Cecilía Rán er nefnilega sá leikmaður sem hefur haldið marki sínu oftast hreinu í ítölsku deildinni í vetur.

Cecilía hefur haldið hreinu í helmingi leikja sinna því í átta leikjum af sextán hefur andstæðinum hennar ekki tekist að skora há henni.

Cecilía hefur alls fengið á sig þrettán mörk í þessum sextán leikjum en Internazionale hefur unnið níu þeirra, gert fimm jafntefli og tapað tveimur.

Cecilía hefur varið 71 skot í leikjum sextán eða 83 prósent þeirra skota sem hún reyndi við. Hún hefur líka var einu af tveimur vítaspyrnum sem hún hefur reynt við.

Nú er Cecilía komin til móts við íslenska landsliðið og hún stóð í markinu í 0-0 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í gærkvöldi. Einn leikur í viðbót á þessari leiktíð þar sem hún passaði markið sitt upp á tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×