Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 16:33 Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun