Lífið

„Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Ís­landi og í Sví­þjóð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sandra Ósk Pálmadóttir veitingastjóri KFC á Selfossi með hamborgarann sinn, þynnkuborgarann, sem skilaði henni í annað sæti í keppni KFC á heimsvísu nýlega um besta hamborgara veitingakeðjunnar.
Sandra Ósk Pálmadóttir veitingastjóri KFC á Selfossi með hamborgarann sinn, þynnkuborgarann, sem skilaði henni í annað sæti í keppni KFC á heimsvísu nýlega um besta hamborgara veitingakeðjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Starfsmenn KFC á Selfossi ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því veitingastjóri staðarins lent í öðru sæti í keppni á heimsvísu um besta hamborgarann hjá veitingakeðjunn. Keppandinn segir að um þynnkuborgara sé fyrst og fremst að ræða enda sé hann trylltur í þynnkunni.

KFC á Selfossi er einn af vinsælustu veitingastöðunum í bæjarfélaginu en þar ræður Sandra Óska Pálmadóttir ríkjum en hún hefur verið verslunarstjóri þar í tuttugu ár. Á staðnum vinna um 30 manns. Sandra Ósk tók nýlega þátt í risa keppni á vegum KFC þar þátttakendur frá ellefu löndum tóku þátt en keppt var um besta hamborgarann. Keppnin fór fram í Sviss þar sem heimamaður bar sigur úr bítum en Sandra varð í öðru sæti.

https://www.visir.is/k/c154ea6d-d9e3-409b-ae15-8e1039553816-1740250935865/thynnkuhamborgari-slaer-i-gegn-hja-kfc

„Við köllum hann „Hangover” borgara af því að ég og ein vinkona mín, sem vann með mér hér í mörg ár uppgvötuðum hann því í hvert skipti sem þynkan tók völdin þá gerðum við okkur svona borgara yfirleitt með hérna yfirleitt kokteilsósu reyndar og frönskum eða kartöfluskífu. Þannig að við eiginlega ákváðum að þetta yrði að vera þessi „Hangover” borgari,” segir Sandra Ósk.

Þannig að þetta er svona þynnkuborgari eða hvað?

„Já, hann er trylltur í þynnkunni, mjög góður,” segir Sandra Ósk hlæjandi.

Sandra Ósk segir að íslenska hráefnið skipti öllu máli á borgaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sandra Ósk segir að íslenska hráefnið skipti öllu máli á borgaranum og að hann sé seldur á öllum KFC stöðum á Íslandi og í Svíþjóð.

En þú ætlar ekki að gefast upp, þú ætlar að taka þátt aftur í svona keppni eða hvað?

„Já, ég tek aftur þátt og ég ætla að vinna keppnina þá því að það er 20 ára starfsafmæli núna í apríl hjá mér, þannig að mig langar aftur út og taka fyrsta sætið þá”.

Hamborgarinn er m.a. seldur á öllum KFC stöðum á Íslandi og í Svíþjóð og hefur algjörlega slegið í gegn á stöðunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.