Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2025 20:32 Tvær fréttir birtust á mbl.is í dag upp úr viðtölum sem tekin voru við þær Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í þættinum Spursmálum en báðar sækjast þær sem kunnugt er eftir því að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans eftir viku. Er áhugavert að bera efni þessara frétta saman. Fréttin sem sneri að Guðrúnu fjallaði um það að hún teldi rétt að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi gott fordæmi með því að endurgreiða ríkisstyrkinn sem flokkurinn fékk árið 2022 úr vösum skattgreiðenda, um 170 milljónir króna, þar sem hann hefði ekki uppfyllt lagaleg skilyrði fyrir viðtöku styrksins fyrr en nokkru eftir að hann var greiddur út. Fréttin varðandi Áslaugu snerist hins vegar um það að hún hefði sem ráðherra beitt sér fyrir því að einkareknir háskólar færu á framfæri ríkissjóðs gegn því að þeir felldu niður skólagjöld nemenda sinna. Fram kom í fréttinni að þetta kostaði skattgreiðendur um 600 milljónir króna árlega. Með öðrum orðum marga milljarða til framtíðar. Hvort ætli sé meira í anda Sjálfstæðisflokksins og þeirrar hugmyndafræði sem hann stendur fyrir? Að tala fyrir því að endurgreiða umdeildan ríkisstyrk úr vösum skattgreiðenda sem flokkurinn hefur kallað eftir að verði lagður af eða koma 600 milljónum króna af árlegum rekstrarkostnaði einkarekinna háskóla á herðar skattgreiðenda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tvær fréttir birtust á mbl.is í dag upp úr viðtölum sem tekin voru við þær Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í þættinum Spursmálum en báðar sækjast þær sem kunnugt er eftir því að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans eftir viku. Er áhugavert að bera efni þessara frétta saman. Fréttin sem sneri að Guðrúnu fjallaði um það að hún teldi rétt að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi gott fordæmi með því að endurgreiða ríkisstyrkinn sem flokkurinn fékk árið 2022 úr vösum skattgreiðenda, um 170 milljónir króna, þar sem hann hefði ekki uppfyllt lagaleg skilyrði fyrir viðtöku styrksins fyrr en nokkru eftir að hann var greiddur út. Fréttin varðandi Áslaugu snerist hins vegar um það að hún hefði sem ráðherra beitt sér fyrir því að einkareknir háskólar færu á framfæri ríkissjóðs gegn því að þeir felldu niður skólagjöld nemenda sinna. Fram kom í fréttinni að þetta kostaði skattgreiðendur um 600 milljónir króna árlega. Með öðrum orðum marga milljarða til framtíðar. Hvort ætli sé meira í anda Sjálfstæðisflokksins og þeirrar hugmyndafræði sem hann stendur fyrir? Að tala fyrir því að endurgreiða umdeildan ríkisstyrk úr vösum skattgreiðenda sem flokkurinn hefur kallað eftir að verði lagður af eða koma 600 milljónum króna af árlegum rekstrarkostnaði einkarekinna háskóla á herðar skattgreiðenda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun