Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 11:46 Framrúðan var mölbrotin. Afturelding Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á liðsrútu Aftureldingar í nótt. Rútan hefur verið í eigu félagsins síðan 2010 og segja forsvarsmenn félagsins að sorgin í samfélaginu sé mikil. „Leikmenn karlaliðs Aftureldingar í fótbolta voru á leið út á flugvöll í æfingarferð, þá komum við svona að rútunni í morgun. Það er alveg ömurlegt að koma að þessu svona, alveg glatað,“ segir Garðar Smárason, en sonur hans er einn af þjálfurum liðsins. Hann segir að umsjónarmaður rútunnar, Einar, sé einn af máttarstólpum Aftureldingar. Hanna Símonardóttir, kona Einars, er annar máttarstólpi Aftureldingar. Hún segir að rútan hafi verið í eigu félagsins frá 2010 og hafi flutt Aftureldingu um allt land. „Þessi rúta kom þeim upp úr annarri deildinni og upp úr Lengjudeildinni. Það má segja að það sé sögulegt afrek út af fyrir sig,“ segir hún. Erfitt að finna varahluti Rútan er frá árinu 1984 og segir Hanna ekki hlaupið að því að finna varahluti í hana. „Rútan er 41 árs í dag og hefur þjónað okkur vel. Hún er í toppstandi til að gera það áfram þökk sé Einari, sem klappar henni á hverjum degi,“ segir hún. Hún segir að Einar hafi verið að leita undanfarin ár að varaframrúðu, en hafi hingað til ekkert fundið. Skemmdarverkið sé töluvert mikið verra fyrir vikið. Hún segir Aftureldingu skora á þá sem frömdu skemmdarverkin að gefa sig fram. „Ég held það hljóti að vera að þeir sem hagi sér svona, þeim líði ekki vel,“ segir hún. Rútan er árgerð 1984.Afturelding Tvær rúður voru mölbrotnar.Afturelding Afturelding Mosfellsbær Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
„Leikmenn karlaliðs Aftureldingar í fótbolta voru á leið út á flugvöll í æfingarferð, þá komum við svona að rútunni í morgun. Það er alveg ömurlegt að koma að þessu svona, alveg glatað,“ segir Garðar Smárason, en sonur hans er einn af þjálfurum liðsins. Hann segir að umsjónarmaður rútunnar, Einar, sé einn af máttarstólpum Aftureldingar. Hanna Símonardóttir, kona Einars, er annar máttarstólpi Aftureldingar. Hún segir að rútan hafi verið í eigu félagsins frá 2010 og hafi flutt Aftureldingu um allt land. „Þessi rúta kom þeim upp úr annarri deildinni og upp úr Lengjudeildinni. Það má segja að það sé sögulegt afrek út af fyrir sig,“ segir hún. Erfitt að finna varahluti Rútan er frá árinu 1984 og segir Hanna ekki hlaupið að því að finna varahluti í hana. „Rútan er 41 árs í dag og hefur þjónað okkur vel. Hún er í toppstandi til að gera það áfram þökk sé Einari, sem klappar henni á hverjum degi,“ segir hún. Hún segir að Einar hafi verið að leita undanfarin ár að varaframrúðu, en hafi hingað til ekkert fundið. Skemmdarverkið sé töluvert mikið verra fyrir vikið. Hún segir Aftureldingu skora á þá sem frömdu skemmdarverkin að gefa sig fram. „Ég held það hljóti að vera að þeir sem hagi sér svona, þeim líði ekki vel,“ segir hún. Rútan er árgerð 1984.Afturelding Tvær rúður voru mölbrotnar.Afturelding
Afturelding Mosfellsbær Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira