Lífið

Einar og Milla eiga von á barni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson eiga von á öðru barni sínu saman.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson eiga von á öðru barni sínu saman. Vísir/Hulda Margrét

Einar Þorsteinsson, fráfarandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstr­ar­stjóri og yf­ir­fram­leiðandi hjá ACT4, eiga von á barni. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Einars.

Þar birtir hann mynd af Millu í sundbol í heitri laug með greinilega óléttubumbu. Við myndina skrifar hann: „Magnaða konan mín sem er með lítið kríli í maganum! Gleðilegan konudag, konur.“

Fyrir eiga þau hjónin saman soninn Emil Magnús sem fæddist 3. apríl 2021 og á Einar tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Þau trúlofuðu sig í sameiginlegri útskriftar- og afmælisveislu árið 2019 og giftu sig með eins dags fyrirvara árið 2020.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Einar sem sprengdi nýlega meirihlutann í Reykjavík og hætti sem borgarstjóri þegar nýr meirihluti tók við á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Milla frá Lilju til Willums

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og er þegar tekin til starfa í heilbrigðisráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.