Körfubolti

Sigur Ung­verja á Ítalíu dugði skammt

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það var hart barist á Ítalíu í kvöld.
Það var hart barist á Ítalíu í kvöld. Vísir/Getty

Ungverjar unnu sigur á Ítölum í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta í kvöld. Sigurinn dugir þó skammt því sigur Íslands á Tyrkjum gerir það að verkum að Ungverjar sitja eftir með sárt ennið.

Leikurinn á Ítalíu hefði getað spilað stóra rullu hjá íslenska liðinu því hefði Ísland tapað gegn Tyrkjum í kvöld hefðu strákarnir okkar þurft að treysta á sigur Ítala til að tryggja sæti sitt á EM.

Ungverjar voru heldur betur mættir til að selja sig dýrt og með sjálfstraustið í botni eftir sigurinn á Íslandi á fimmtudag. Þeir byrjuðu betur, leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann og forystan var fimm stig í hálfleik.

Í þriðja leikhluta sýndu Ítalir hins vegar mátt sinn og megin. Þeir unnu leikhlutann 23-10 og virtust ætla að sigla sigrinum í höfn með góðri frammistöðu. Svo fór hins vegar ekki. Ungverjar svöruðu fyrir sig í fjórða leikhluta. Þeir hófu hann á 22-5 áhlaupi en heima og leiddu 64-55 þegar þrjár og hálf mínúta var eftir.

Ítalir svöruðu fyrir sig og þegar rúmar 40 sekúndur voru eftir munaði aðeins tveimur stigum. Ungverjar voru hins vegar sterkari á svellinu síðustu sekúndurnar. Þeir unnu að lokum 71-67 sigur sem dugir þó skammt því sigur Íslands á Tyrkjum tryggði strákunum okkar sæti í lokakeppni Evrópumótsins og Ungverjar sitja eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×