Setja markið á 29. sætið Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2025 07:46 VÆB-bræður, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð, eru enn að átta sig á sigri laugardagskvöldsins. Ingi Bauer er með þeim á myndinni. Vísir/Hulda Margrét Sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins eru alsælir með sigur laugardagskvöldsins, og eru enn að átta sig á því að þeir verði fulltrúar Íslands í Eurovision. Aðalmarkmið þeirra er að gleðja þjóðina og gera hana stolta. Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður hitti VÆB-bræður í húsakynnum Ríkisútvarpsins í gær, en þeir undirbúa nú för sína til Basel í Sviss þar sem þeir munu stíga á stóra sviðið á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudaginn 13. maí. Þeir bræður fluttu lagið Róa sem þeir sömdu sjálfir ásamt Inga Þór Garðarssyni (Ingi Bauer) og Gunnari Birni Gunnarssyni. „Þetta er ólýsanlegt tilfinning, þetta er ógeðslega gaman. Við erum ógeðslega þakklátir,“ segir Matthías Davíð Matthíasson. Hálfdán Helgi segist sömuleiðis enn reyna að skilja að þeir hafi borið sigur úr býtum. „Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta.“ Lagið verður flutt á íslensku þegar til Sviss verður komið. „Einn sem lýgur ekki. Það er gamli góði vinur okkar, tölfræðin, út af því að 100 prósent af lögum sem hafa farið út á íslensku hafa komist í úrslitakeppnina frá árinu 2000.“ Nú taka við stífar æfingar og tónleikahald þar á milli. Samkvæmt veðbönkum eru takmarkaðar líkur á að Ísland standi uppi sem sigurvegari Eurovision í ár, eða um eitt prósent. Strákarnir láta það þó ekki trufla sig. „Ég veit ekki hvar við erum núna. Við erum númer þrjátíu eða eitthvað,“ segir Hálfdán. „Markmið okkar er að vera kannski númer 29,“ segir Matthías. Að hækka sig um eitt sæti væri bara nokkuð gott. Strákarnir eru þó á því að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman af verkefninu. „Bara gera alla stolta, kæta fólkið,“ segir Matthías. „Mig langar bara gera alla stolta og að gleðja og hafa ógeðslega gaman,“ segir Hálfdán. Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23. febrúar 2025 10:48 Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23. febrúar 2025 00:43 Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22. febrúar 2025 22:40 VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22. febrúar 2025 22:15 Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður hitti VÆB-bræður í húsakynnum Ríkisútvarpsins í gær, en þeir undirbúa nú för sína til Basel í Sviss þar sem þeir munu stíga á stóra sviðið á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudaginn 13. maí. Þeir bræður fluttu lagið Róa sem þeir sömdu sjálfir ásamt Inga Þór Garðarssyni (Ingi Bauer) og Gunnari Birni Gunnarssyni. „Þetta er ólýsanlegt tilfinning, þetta er ógeðslega gaman. Við erum ógeðslega þakklátir,“ segir Matthías Davíð Matthíasson. Hálfdán Helgi segist sömuleiðis enn reyna að skilja að þeir hafi borið sigur úr býtum. „Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta.“ Lagið verður flutt á íslensku þegar til Sviss verður komið. „Einn sem lýgur ekki. Það er gamli góði vinur okkar, tölfræðin, út af því að 100 prósent af lögum sem hafa farið út á íslensku hafa komist í úrslitakeppnina frá árinu 2000.“ Nú taka við stífar æfingar og tónleikahald þar á milli. Samkvæmt veðbönkum eru takmarkaðar líkur á að Ísland standi uppi sem sigurvegari Eurovision í ár, eða um eitt prósent. Strákarnir láta það þó ekki trufla sig. „Ég veit ekki hvar við erum núna. Við erum númer þrjátíu eða eitthvað,“ segir Hálfdán. „Markmið okkar er að vera kannski númer 29,“ segir Matthías. Að hækka sig um eitt sæti væri bara nokkuð gott. Strákarnir eru þó á því að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman af verkefninu. „Bara gera alla stolta, kæta fólkið,“ segir Matthías. „Mig langar bara gera alla stolta og að gleðja og hafa ógeðslega gaman,“ segir Hálfdán.
Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23. febrúar 2025 10:48 Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23. febrúar 2025 00:43 Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22. febrúar 2025 22:40 VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22. febrúar 2025 22:15 Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Sjá meira
Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23. febrúar 2025 10:48
Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23. febrúar 2025 00:43
Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22. febrúar 2025 22:40
VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22. febrúar 2025 22:15