Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Aron Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2025 07:31 Martin Hermannsson hleður í eitt af skotum sínum í leiknum Vísir/Anton Brink Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Liðið þurfti sigur til að tryggja EM-sætið og kláraði verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. „Það var lítið sofið nóttina eftir leik. Spennufallið svakalegt,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Allur undirbúningurinn sem fór í þennan leik, bæði líkamlega og andlega, er búinn að vera mikill. Það er langt síðan að það var svona mikill fiðringur hjá mér persónulega fyrir einhverjum leik. Þegar að svona mikið er undir nær maður ekki að hugsa um neitt annað. Á sama tíma er ég að koma heim í þrjá daga, hitta fjölskyldu og vini og reyna að vera alls staðar. Það er búið að vera mikið álag síðustu daga en það var þungu fargi af mér létt í gær. Ég get alveg viðurkennt það. Nú er bara spenningur fyrir sumrinu.“ Hann muni ekki eftir því að hafa spilað landsleik þar sem að fólk var byrjað að mæta á undan honum og liðinu í höllina. „Mér fannst það rosalega sérstakt og skemmtilegt á sama tíma. Það ýtti enn meira undir kvíðann og stressið en þetta var bara magnað móment í gær. Þetta var einhver skemmtilegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Allt í kringum leikinn, leikurinn sjálfur, að gera þetta með mörgum af mínum bestu vinum og fyrir framan fjölskylduna. Mamma og pabbi höfðu heldur ekki séð mig spila í langan tíma. Þetta var ein stór gleðistund. Eitthvað sem mun gefa mér gæsahúð um ókomin ár, maður mun líta til baka með miklu stolti og gott að eiga þennan leik í vasanum þegar að strákarnir mínir fara að spyrja hvort ég hafi getað eitthvað í gamla daga.“ Uppselt var á landsleik Íslands og Tyrklands þegar Ísland vann sig inn á EM.vísir/Anton Fullkomið öskubuskuævintýri Hann á erfitt með að lýsa sigurstundinni. „Þessum leik og þessu öllu. Þetta er eitthvað öskubuskuævintýri sem var skrifað fullkomlega. Allur undirbúningurinn fyrir leik, allir leikirnir sem við spiluðum í þessari undankeppni voru bara frábærir. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir og við eigum þetta svo skilið líka. Ég vona að fólk átti sig á allri vinnunni sem við erum búnir að leggja í þetta. Við vorum grátlega nálægt því að fara á HM síðast. Liðið á þetta skilið. Við erum að uppskera eins og við höfum sáð.“ Stóðu við stóru orðin Ísland með lið á stórmóti í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2017. Eftir tap gegn Ungverjalandi í næstsíðustu umferð undankeppninnar sýndu strákarnir okkar mátt sinn og megin gegn Tyrklandi þegar allt var undir. Umræðan um liðið sem spratt upp eftir tapið gegn Ungverjum, þar sem að sigur hefði tryggt EM sætið fyrir lokaumferðina, fór fyrir brjóstið á Martin. „Ég heyrði það eftir leikinn gegn Ungverjalandi að fólk talaði um að þegar að við þurftum að skila inn úrslitum, þegar að pressan væri á okkur, þá næðum við ekki að sýna það. Það fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það. Að fólk væri að tala um það hingað og þangað að við værum ekki nógu andlega sterkir eða góðir í að klára leiki þegar að við þurftum að klára þá. Ég held að við höfum staðið við öll stóru orðin í gær. Sýnt hvað við erum ógeðslega góðir í körfubolta. Hvað við erum gott lið og hvað allir eru að berjast fyrir hvorn annan. Maður er eiginlega bara smá orðlaus og svífandi um á bleiku skýi.“ Gleðin var ósvikin í leikslok hjá leikmönnum ÍslandsVísir/Anton Brink Martin er ekki alveg búinn að átta sig á því hvaða áfanga landsliðið var að ná. „Ég held að það komi með tímanum á næstu dögum þegar að maður nær að anda meira og léttar. Síminn er búinn að vera á fullu. Ótrúlegasta fólk sem maður er búinn að vera að knúsa. Maður finnur að fólk er spennt fyrir þessu. Finnur hvað það er mikil orka og áhugi á körfubolta akkúrat núna. Það er það sem við viljum. Fyrir mér er þetta skemmtilegasta íþrótt í heimi og vonandi erum við að sýna fleirum það. Sem Íslendingur viltu eiga lið í stærstu íþróttunum á stórmóti. Það var allt og langt liðið síðan að við vorum þar síðast. Ég hugsa að fólk sé byrjað að safna fyrir miða. Þú vilt ekki missa af þessu.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Liðið þurfti sigur til að tryggja EM-sætið og kláraði verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. „Það var lítið sofið nóttina eftir leik. Spennufallið svakalegt,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Allur undirbúningurinn sem fór í þennan leik, bæði líkamlega og andlega, er búinn að vera mikill. Það er langt síðan að það var svona mikill fiðringur hjá mér persónulega fyrir einhverjum leik. Þegar að svona mikið er undir nær maður ekki að hugsa um neitt annað. Á sama tíma er ég að koma heim í þrjá daga, hitta fjölskyldu og vini og reyna að vera alls staðar. Það er búið að vera mikið álag síðustu daga en það var þungu fargi af mér létt í gær. Ég get alveg viðurkennt það. Nú er bara spenningur fyrir sumrinu.“ Hann muni ekki eftir því að hafa spilað landsleik þar sem að fólk var byrjað að mæta á undan honum og liðinu í höllina. „Mér fannst það rosalega sérstakt og skemmtilegt á sama tíma. Það ýtti enn meira undir kvíðann og stressið en þetta var bara magnað móment í gær. Þetta var einhver skemmtilegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Allt í kringum leikinn, leikurinn sjálfur, að gera þetta með mörgum af mínum bestu vinum og fyrir framan fjölskylduna. Mamma og pabbi höfðu heldur ekki séð mig spila í langan tíma. Þetta var ein stór gleðistund. Eitthvað sem mun gefa mér gæsahúð um ókomin ár, maður mun líta til baka með miklu stolti og gott að eiga þennan leik í vasanum þegar að strákarnir mínir fara að spyrja hvort ég hafi getað eitthvað í gamla daga.“ Uppselt var á landsleik Íslands og Tyrklands þegar Ísland vann sig inn á EM.vísir/Anton Fullkomið öskubuskuævintýri Hann á erfitt með að lýsa sigurstundinni. „Þessum leik og þessu öllu. Þetta er eitthvað öskubuskuævintýri sem var skrifað fullkomlega. Allur undirbúningurinn fyrir leik, allir leikirnir sem við spiluðum í þessari undankeppni voru bara frábærir. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir og við eigum þetta svo skilið líka. Ég vona að fólk átti sig á allri vinnunni sem við erum búnir að leggja í þetta. Við vorum grátlega nálægt því að fara á HM síðast. Liðið á þetta skilið. Við erum að uppskera eins og við höfum sáð.“ Stóðu við stóru orðin Ísland með lið á stórmóti í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2017. Eftir tap gegn Ungverjalandi í næstsíðustu umferð undankeppninnar sýndu strákarnir okkar mátt sinn og megin gegn Tyrklandi þegar allt var undir. Umræðan um liðið sem spratt upp eftir tapið gegn Ungverjum, þar sem að sigur hefði tryggt EM sætið fyrir lokaumferðina, fór fyrir brjóstið á Martin. „Ég heyrði það eftir leikinn gegn Ungverjalandi að fólk talaði um að þegar að við þurftum að skila inn úrslitum, þegar að pressan væri á okkur, þá næðum við ekki að sýna það. Það fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það. Að fólk væri að tala um það hingað og þangað að við værum ekki nógu andlega sterkir eða góðir í að klára leiki þegar að við þurftum að klára þá. Ég held að við höfum staðið við öll stóru orðin í gær. Sýnt hvað við erum ógeðslega góðir í körfubolta. Hvað við erum gott lið og hvað allir eru að berjast fyrir hvorn annan. Maður er eiginlega bara smá orðlaus og svífandi um á bleiku skýi.“ Gleðin var ósvikin í leikslok hjá leikmönnum ÍslandsVísir/Anton Brink Martin er ekki alveg búinn að átta sig á því hvaða áfanga landsliðið var að ná. „Ég held að það komi með tímanum á næstu dögum þegar að maður nær að anda meira og léttar. Síminn er búinn að vera á fullu. Ótrúlegasta fólk sem maður er búinn að vera að knúsa. Maður finnur að fólk er spennt fyrir þessu. Finnur hvað það er mikil orka og áhugi á körfubolta akkúrat núna. Það er það sem við viljum. Fyrir mér er þetta skemmtilegasta íþrótt í heimi og vonandi erum við að sýna fleirum það. Sem Íslendingur viltu eiga lið í stærstu íþróttunum á stórmóti. Það var allt og langt liðið síðan að við vorum þar síðast. Ég hugsa að fólk sé byrjað að safna fyrir miða. Þú vilt ekki missa af þessu.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira