Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2025 10:30 Tony Wroten ásamt öðrum fyrrverandi leikmanni Philadelphia 76ers, sjálfum Dr. J, Julius Erving. getty/Ethan Miller Bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten hefur ekki enn gefið upp vonina að spila með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Hann segist hafa myndað sterk tengsl við liðið og bæinn mánuðinn sem hann var hér á landi. Hann vonast til að mál hans leysist sem fyrst svo hann komist aftur til Íslands. Eins og Vísir fjallaði um fyrir helgi var Wroten meinað um dvalarleyfi hér á landi frá Útlendingastofnun vegna dóms sem hann fékk fyrir að taka þátt í svíkja fé út úr velferðarkerfi NBA fyrir nokkrum árum. Wroten var einn átján fyrrverandi leikmanna deildarinnar sem fékk dóm í svikamálinu. Hann játaði sök, fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða sekt. Þrátt fyrir að dómurinn yfir Wroten hafi fallið 2022 kemur hann enn í veg fyrir að hann fái dvalarleyfi á Íslandi. Lögfræðingur Selfoss skilaði í síðustu viku inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu og Selfyssingar bíða enn svars við því útspili. „Mér finnst allt þetta mál skrítið. Ég hef spilað úti um allt í Evrópu og Suður-Ameríku og aldrei átt í vandræðum með að fá dvalarleyfi til að spila körfubolta. Ég meiddi engan og er góður gaur. Ég sé fyrir fjölskyldu minni með því að spila körfubolta og þar líður mér best,“ sagði Wroten í samtali við Vísi. Hann bíður í Washington, tilbúinn að stökkva til Íslands og klára tímabilið með Selfossi ef hann fær tækifæri til. Þótt leikmenn með ansi veglegar ferilskrár séu æ oftar farnir að reka á íslenskar körfuboltafjörur er Wroten líklega með þá flottustu sem hefur sést hér á landi. Hann lék 145 leiki í NBA en þeir hefðu eflaust orðið talsvert fleiri ef hann hefði ekki slitið krossband í hné í byrjun árs 2015. Hann var þá leikmaður Philadelphia 76ers og hafði skorað 16,9 stig að meðaltali í leik tímabilið 2014-15. Wroten í frákastabaráttu við Kevin Garnett.getty/Al Bello Þrátt fyrir tilkomumikla ferilskrá setur Wroten það ekki fyrir sig að spila í 1. deildinni á Íslandi, hvað þá með liði í botnbaráttu hennar. Selfyssingar höfðu fyrstir samband „Mér er í sannleika sagt alveg sama í hvaða deild ég er. Ég elska bara körfubolta og sagði umboðsmanninum mínum bara fyrstur kemur, fyrstur fær. Og Selfoss var fyrsta liðið sem hafði samband. Ég veit hvað ég get og ég elska íslenskan körfubolta, sérstaklega efstu deildina,“ sagði Wroten. „Þetta var sérstök staða og ég var klár í þessa áskorun. Ég vildi sýna liðum í efstu deild hvers ég er megnugur fyrir þau í framtíðinni.“ Enn einn af þeim bestu Wroten segir að hann sé enn í fullu fjöri þrátt fyrir að hafa slitið krossband í hné í þrígang á ferlinum. Wroten kastar sér upp í stúku til að bjarga bolta.getty/Mitchell Leff „Ég var í Suður-Ameríku fyrir þetta og í Grikklandi þar á undan. Ég er að koma til baka eftir meiðsli svo mér var sama hvar ég spilaði. Ég elska bara körfubolta. Ég mun sýna öllum í sterkustu deildunum að ég er enn einn af þeim bestu. Þeir munu sjá það,“ sagði Wroten sem viðurkennir að dómurinn sem hann fékk hafi sett stórt strik í reikning hans. Var eyðilagður „Þetta hafði mikil áhrif því ég ætlaði aftur í NBA en eftir að þetta gerðist var sá möguleiki úr sögunni og ég var eyðilagður. En þannig er lífið. Það snýst ekki um hvað gerist heldur hvernig þú tekst á við erfiðleika.“ Wroten kom hingað til lands í byrjun janúar og æfði með Selfossi í mánuð. Hann segist hafa notið sín vel þar. Hafði áhrif á Selfossi „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira. Þess vegna hlakka ég til og vonast til að komast aftur þangað svo við getum gert atlögu að úrslitakeppninni,“ sagði Wroten. Selfyssingar bera Wroten vel söguna.selfoss Hann kveðst bjartsýnn á að mál hans leysist og hann geti snúið aftur á Selfoss og klárað tímabilið með liðinu. Klæjar í fingurna að spila „Ég held að þetta verði leyst mjög fljótlega og ég fari aftur til Íslands og liðsfélaga minna og þá geti boltinn farið að rúlla. Samherjar, þjálfarar og stjórnarmenn hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa mér að komast aftur,“ sagði Wroten. „Ég held að Selfoss og allt Ísland sé tilbúið að sjá mig spila. Ég get ekki farið neitt án þess að vera beðinn um mynd og spurður hvenær ég geti spilað svo þeir geti komið á leik,“ bætti leikmaðurinn við. Wroten reynir að stöðva Ray Allen.getty/Mitchell Leff Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti 1. deildar með tíu stig. Aðeins tvö stig eru þó upp í 9. sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Fjórum umferðum er ólokið í 1. deildinni. Næsti leikur Selfoss er gegn Ármanni á heimavelli á föstudaginn. NBA Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Eins og Vísir fjallaði um fyrir helgi var Wroten meinað um dvalarleyfi hér á landi frá Útlendingastofnun vegna dóms sem hann fékk fyrir að taka þátt í svíkja fé út úr velferðarkerfi NBA fyrir nokkrum árum. Wroten var einn átján fyrrverandi leikmanna deildarinnar sem fékk dóm í svikamálinu. Hann játaði sök, fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða sekt. Þrátt fyrir að dómurinn yfir Wroten hafi fallið 2022 kemur hann enn í veg fyrir að hann fái dvalarleyfi á Íslandi. Lögfræðingur Selfoss skilaði í síðustu viku inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu og Selfyssingar bíða enn svars við því útspili. „Mér finnst allt þetta mál skrítið. Ég hef spilað úti um allt í Evrópu og Suður-Ameríku og aldrei átt í vandræðum með að fá dvalarleyfi til að spila körfubolta. Ég meiddi engan og er góður gaur. Ég sé fyrir fjölskyldu minni með því að spila körfubolta og þar líður mér best,“ sagði Wroten í samtali við Vísi. Hann bíður í Washington, tilbúinn að stökkva til Íslands og klára tímabilið með Selfossi ef hann fær tækifæri til. Þótt leikmenn með ansi veglegar ferilskrár séu æ oftar farnir að reka á íslenskar körfuboltafjörur er Wroten líklega með þá flottustu sem hefur sést hér á landi. Hann lék 145 leiki í NBA en þeir hefðu eflaust orðið talsvert fleiri ef hann hefði ekki slitið krossband í hné í byrjun árs 2015. Hann var þá leikmaður Philadelphia 76ers og hafði skorað 16,9 stig að meðaltali í leik tímabilið 2014-15. Wroten í frákastabaráttu við Kevin Garnett.getty/Al Bello Þrátt fyrir tilkomumikla ferilskrá setur Wroten það ekki fyrir sig að spila í 1. deildinni á Íslandi, hvað þá með liði í botnbaráttu hennar. Selfyssingar höfðu fyrstir samband „Mér er í sannleika sagt alveg sama í hvaða deild ég er. Ég elska bara körfubolta og sagði umboðsmanninum mínum bara fyrstur kemur, fyrstur fær. Og Selfoss var fyrsta liðið sem hafði samband. Ég veit hvað ég get og ég elska íslenskan körfubolta, sérstaklega efstu deildina,“ sagði Wroten. „Þetta var sérstök staða og ég var klár í þessa áskorun. Ég vildi sýna liðum í efstu deild hvers ég er megnugur fyrir þau í framtíðinni.“ Enn einn af þeim bestu Wroten segir að hann sé enn í fullu fjöri þrátt fyrir að hafa slitið krossband í hné í þrígang á ferlinum. Wroten kastar sér upp í stúku til að bjarga bolta.getty/Mitchell Leff „Ég var í Suður-Ameríku fyrir þetta og í Grikklandi þar á undan. Ég er að koma til baka eftir meiðsli svo mér var sama hvar ég spilaði. Ég elska bara körfubolta. Ég mun sýna öllum í sterkustu deildunum að ég er enn einn af þeim bestu. Þeir munu sjá það,“ sagði Wroten sem viðurkennir að dómurinn sem hann fékk hafi sett stórt strik í reikning hans. Var eyðilagður „Þetta hafði mikil áhrif því ég ætlaði aftur í NBA en eftir að þetta gerðist var sá möguleiki úr sögunni og ég var eyðilagður. En þannig er lífið. Það snýst ekki um hvað gerist heldur hvernig þú tekst á við erfiðleika.“ Wroten kom hingað til lands í byrjun janúar og æfði með Selfossi í mánuð. Hann segist hafa notið sín vel þar. Hafði áhrif á Selfossi „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira. Þess vegna hlakka ég til og vonast til að komast aftur þangað svo við getum gert atlögu að úrslitakeppninni,“ sagði Wroten. Selfyssingar bera Wroten vel söguna.selfoss Hann kveðst bjartsýnn á að mál hans leysist og hann geti snúið aftur á Selfoss og klárað tímabilið með liðinu. Klæjar í fingurna að spila „Ég held að þetta verði leyst mjög fljótlega og ég fari aftur til Íslands og liðsfélaga minna og þá geti boltinn farið að rúlla. Samherjar, þjálfarar og stjórnarmenn hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa mér að komast aftur,“ sagði Wroten. „Ég held að Selfoss og allt Ísland sé tilbúið að sjá mig spila. Ég get ekki farið neitt án þess að vera beðinn um mynd og spurður hvenær ég geti spilað svo þeir geti komið á leik,“ bætti leikmaðurinn við. Wroten reynir að stöðva Ray Allen.getty/Mitchell Leff Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti 1. deildar með tíu stig. Aðeins tvö stig eru þó upp í 9. sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Fjórum umferðum er ólokið í 1. deildinni. Næsti leikur Selfoss er gegn Ármanni á heimavelli á föstudaginn.
NBA Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira