Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 16:47 Eugénie Le Sommer og Glódís Perla Viggósdóttir leika báðar tímamótaleik í kvöld, svo framarlega sem þær koma við sögu eins og búast má við. Samsett/Getty Eugénie Le Sommer hefur skorað þrjú mörk gegn Íslandi á sínum magnaða ferli. Hún mun slá stórt met með því að spila fyrir Frakka gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, í Le Mans. Glódís Perla Viggósdóttir spilar jafnframt tímamótaleik. Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn