Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 16:47 Eugénie Le Sommer og Glódís Perla Viggósdóttir leika báðar tímamótaleik í kvöld, svo framarlega sem þær koma við sögu eins og búast má við. Samsett/Getty Eugénie Le Sommer hefur skorað þrjú mörk gegn Íslandi á sínum magnaða ferli. Hún mun slá stórt met með því að spila fyrir Frakka gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, í Le Mans. Glódís Perla Viggósdóttir spilar jafnframt tímamótaleik. Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira