Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 18:58 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir á ferðinni gegn Sviss á föstudaginn, eftir að hún kom inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur í sínum fyrsta landsleik frá árinu 2021. Getty/Daniela Porcelli Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn í tæp fjögur ár, þegar liðið mætir Frakklandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í Le Mans í kvöld. Þorsteinn Halldórsson gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá markalausa jafnteflinu við Sviss ytra á föstudaginn. Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum: Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir. Miðja: Sandra María Jessen, Alexandra Jóhannsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er á sínum stað og spilar sinn 134. A-landsleik sem gerir hana að næstleikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi. Aðeins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað fleiri A-landsleiki, eða 145 talsins, en Katrín Jónsdóttir er nú ein í 3. sæti með 133 leiki. Við hlið Glódísar er Ingibjörg Sigurðardóttir sem spilar sinn 70. A-landsleik. Endurkoma Andreu og Mundu Andrea kemur inn á miðjuna fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur sem fékk höfuðhögg í leiknum gegn Sviss á föstudaginn. Andrea, sem leikur með Tampa Bay Sun í næstbestu deild Bandaríkjanna, kom inn á fyrir Dagnýju gegn Sviss og lék þá sinn fyrsta landsleik síðan sumarið 2021. Þá kemur Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir inn og spilar sinn fyrsta mótsleik fyrir landsliðið frá því að hún fékk ósanngjarnt rautt spjald gegn Portúgal í HM-umspilinu haustið 2022. Sandra María Jessen og Guðný Árnadóttir koma einnig inn í byrunarliðið en út fara þær Dagný, Guðrún Arnardóttir, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Hlín Eiríksdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá markalausa jafnteflinu við Sviss ytra á föstudaginn. Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum: Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir. Miðja: Sandra María Jessen, Alexandra Jóhannsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er á sínum stað og spilar sinn 134. A-landsleik sem gerir hana að næstleikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi. Aðeins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað fleiri A-landsleiki, eða 145 talsins, en Katrín Jónsdóttir er nú ein í 3. sæti með 133 leiki. Við hlið Glódísar er Ingibjörg Sigurðardóttir sem spilar sinn 70. A-landsleik. Endurkoma Andreu og Mundu Andrea kemur inn á miðjuna fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur sem fékk höfuðhögg í leiknum gegn Sviss á föstudaginn. Andrea, sem leikur með Tampa Bay Sun í næstbestu deild Bandaríkjanna, kom inn á fyrir Dagnýju gegn Sviss og lék þá sinn fyrsta landsleik síðan sumarið 2021. Þá kemur Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir inn og spilar sinn fyrsta mótsleik fyrir landsliðið frá því að hún fékk ósanngjarnt rautt spjald gegn Portúgal í HM-umspilinu haustið 2022. Sandra María Jessen og Guðný Árnadóttir koma einnig inn í byrunarliðið en út fara þær Dagný, Guðrún Arnardóttir, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Hlín Eiríksdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira