Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 08:00 Martin Hermannsson í baráttunni í Laugardalshöll. Vísir/Anton Brink Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlin, gæti hafa fundið mjög svo óvænta lausn á meiðslum sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Með því að skipta um körfuboltaskó hefur hann ekki fundið til í margar vikur en málið er þar með ekki svo auðveldlega úr sögunni. Í viðtali í setti hjá RÚV eftir sigurinn frækna gegn Tyrkjum á sunnudaginn síðastliðinn, sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar, sagði Martin frá því hvernig hann hefði allt í einu ekki fundið fyrir meiðslum í hásin sem höfðu verið að plaga hann vikurnar fyrir landsliðsverkefnið og taldi hann að lausnin gæti falist í því að hafa skipt um þá skó sem hann spilar í. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan hins vegar gjörbreytist þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi á dögunum. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skómVísir/Samsett mynd „Það er ekkert leyndarmál. Ég hef verið í þvílíku veseni síðustu tvo til þrjá mánuði með hásinina,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Búinn að fara í endalaust af sprautum, myndatökur, hitta sérfræðinga og það gat enginn útskýrt af hverju þetta var að gerast. Þetta var bara einn punktur á hásininni, því hásinin sjálf var í frábærum málum. Bara einhver vökvi sem var að safnast saman þarna á einum stað og enginn skildi af hverju. Fyrir svona tveimur vikum síðan skipti ég um skó, hef verið í Nike skónum mínum í þessu landsliðsverkefni og ekki fundið fyrir neinu. Vonandi er þetta bara útskýringin en væri á sama tíma alveg galið. Að vera búinn að spila í þrjá mánuði að drepast en hefði bara þurft að skipta um skó. Reglan er þannig að ég þarf að spila í Adidas skóm með félagsliði mínu þar sem að liðið er með styrktar samning við Adidas. Samningurinn er þannig að ég hef ekkert val. En Nike-ið mitt, ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt annað. Nike gerir kraftaverk.“ Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá Martin úti í Þýskalandi með Alba Berlin í Adidas skónum og hvort að hann fari að finna til í hásininni aftur. Næsti leikur liðsins er í Euroleague á föstudaginn næstkomandi. Landslið karla í körfubolta Þýski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25. febrúar 2025 12:03 Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira
Í viðtali í setti hjá RÚV eftir sigurinn frækna gegn Tyrkjum á sunnudaginn síðastliðinn, sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar, sagði Martin frá því hvernig hann hefði allt í einu ekki fundið fyrir meiðslum í hásin sem höfðu verið að plaga hann vikurnar fyrir landsliðsverkefnið og taldi hann að lausnin gæti falist í því að hafa skipt um þá skó sem hann spilar í. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan hins vegar gjörbreytist þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi á dögunum. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skómVísir/Samsett mynd „Það er ekkert leyndarmál. Ég hef verið í þvílíku veseni síðustu tvo til þrjá mánuði með hásinina,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Búinn að fara í endalaust af sprautum, myndatökur, hitta sérfræðinga og það gat enginn útskýrt af hverju þetta var að gerast. Þetta var bara einn punktur á hásininni, því hásinin sjálf var í frábærum málum. Bara einhver vökvi sem var að safnast saman þarna á einum stað og enginn skildi af hverju. Fyrir svona tveimur vikum síðan skipti ég um skó, hef verið í Nike skónum mínum í þessu landsliðsverkefni og ekki fundið fyrir neinu. Vonandi er þetta bara útskýringin en væri á sama tíma alveg galið. Að vera búinn að spila í þrjá mánuði að drepast en hefði bara þurft að skipta um skó. Reglan er þannig að ég þarf að spila í Adidas skóm með félagsliði mínu þar sem að liðið er með styrktar samning við Adidas. Samningurinn er þannig að ég hef ekkert val. En Nike-ið mitt, ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt annað. Nike gerir kraftaverk.“ Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá Martin úti í Þýskalandi með Alba Berlin í Adidas skónum og hvort að hann fari að finna til í hásininni aftur. Næsti leikur liðsins er í Euroleague á föstudaginn næstkomandi.
Landslið karla í körfubolta Þýski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25. febrúar 2025 12:03 Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira
„Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25. febrúar 2025 12:03
Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31
Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00