Engin röð á Læknavaktinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2025 21:51 Blaðamaður smellti af þessari mynd á leiðinni út af Læknavaktinni á níunda tímanum í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi Undur og stórmerki gerðust þegar feðgar mættu á Læknavaktina í Austurveri á níunda tímanum í kvöld. Fáir bílar á bílastæðinu hefðu átt að vera vísbending en það kom þeim engu að síður í opna skjöldu og skemmtilega á óvart að röðin var engin. Fyrir þá örfáu sem ekki þekkja til sinnir Læknavaktin veiku fólki utan opnunartíma heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til tíu á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Alla jafna er álagið mikið og vel þekkt að fólk bíði fleiri klukkutíma eftir því að komast að. Fjölmargar fréttir hafa verið skrifaðar af álaginu undanfarin ár. Þegar blaðamaður gekk inn á Læknavaktina þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í níu með syni sínum mátti sjá númerið A152 á neðri hæðinni. Á efri hæðinni fær maður miða eftir að hafa tékkað sig inn. Númerið var A153. Það var enginn á biðstofunni, ekki fáir eða nánast enginn heldur bókstaflega enginn ef frá er talin brosmild kona í afgreiðslunni. Biðin á Læknavaktinni í kvöld var engin, bókstaflega engin. Mikið hefur verið að gera á Læknavaktinni undanfarna daga, en ekki í kvöld. Vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu gæti mögulega haft áhrif á aðsóknina.Vísir/Kolbeinn Tumi Til að gera langa sögu stutta hittu feðgarnir ljómandi fínan lækni og hjúkrunarfræðing og voru farnir út líklega fimmtán mínútum síðar. Læknirinn hafði á orði að það væri búið að vera gríðarlega mikið að gera undanfarna daga og óvænt hve lítið væri að gera í kvöld. En líklega væri um að ræða logn á undan storminum. Þegar feðgarnir gengu út af Læknavaktinni var biðstofan enn tóm. Læknavaktin er opin frá 17-22 á virkum dögum en frá 9-22 um helgar. Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fyrir þá örfáu sem ekki þekkja til sinnir Læknavaktin veiku fólki utan opnunartíma heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til tíu á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Alla jafna er álagið mikið og vel þekkt að fólk bíði fleiri klukkutíma eftir því að komast að. Fjölmargar fréttir hafa verið skrifaðar af álaginu undanfarin ár. Þegar blaðamaður gekk inn á Læknavaktina þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í níu með syni sínum mátti sjá númerið A152 á neðri hæðinni. Á efri hæðinni fær maður miða eftir að hafa tékkað sig inn. Númerið var A153. Það var enginn á biðstofunni, ekki fáir eða nánast enginn heldur bókstaflega enginn ef frá er talin brosmild kona í afgreiðslunni. Biðin á Læknavaktinni í kvöld var engin, bókstaflega engin. Mikið hefur verið að gera á Læknavaktinni undanfarna daga, en ekki í kvöld. Vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu gæti mögulega haft áhrif á aðsóknina.Vísir/Kolbeinn Tumi Til að gera langa sögu stutta hittu feðgarnir ljómandi fínan lækni og hjúkrunarfræðing og voru farnir út líklega fimmtán mínútum síðar. Læknirinn hafði á orði að það væri búið að vera gríðarlega mikið að gera undanfarna daga og óvænt hve lítið væri að gera í kvöld. En líklega væri um að ræða logn á undan storminum. Þegar feðgarnir gengu út af Læknavaktinni var biðstofan enn tóm. Læknavaktin er opin frá 17-22 á virkum dögum en frá 9-22 um helgar.
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira