Innlent

Ein­róma sam­þykki og borgar­stjóri í skýjunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni.

Varðandi innihald samningsins segir hún lítinn mun á honum og þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudaginn. Um sömu krónutölu sé að ræða og uppsagnarákvæði fari aftur um einn mánuð, úr átján mánuðum í nítján.

Með undirritun samnings í Karphúsinu í kvöld er öllum yfirstandandi og fyrirhuguðum vinnustöðvunum í skólum aflýst.

Vísir er í beinni útsendingu frá Karphúsinu í fréttinni að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×