KA segir á miðlum sínum að félagið sé búið að endurheimta þennan 33 ára sókndjarfra miðjumann sem þykir einhver besti leikmaður í sögu Færeyja. Jóan hefur leikið 94 landsleiki fyrir þjóð sína og gert í þeim átta mörk.
Undanfarið hefur Jóan Símun leikið með liði KF Shkupi í Makedóníu en hann kemur samt til KA-manna á frjálsri sölu.
KA leikur á ný í Evrópukeppni í sumar og ljóst að reynsla Jóans mun hjálpa liðinu í þeirri baráttu auk leikjanna í Bestu deildinni og í titilvörn liðsins í Mjólkurbikarnum.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, þekkir Jóan vel en hann lék með honum í liði OB í Danmörku á sínum tíma. Jóan hóf feril sinn með B68 í Færeyjum og hefur átt flottan feril þar sem hann hefur leikið með stórum liðum eins og Newcastle, Viking, Fredericia, Vejle, OB, Arminia Bielefeld og Beveren áður en hann kom fyrst til KA.
Jóan Símun lék tíu deildarleiki með KA sumarið 2023 en hann var með tvö mörk og eina stoðsendingu í þeim.