Innlent

Tekur varaformannsslaginn

Árni Sæberg skrifar
Diljá Mist hefur blandað sér í baráttuna um varaformannsembættið.
Diljá Mist hefur blandað sér í baráttuna um varaformannsembættið. Vísir/Ívar Fannar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í embætti varaformanns flokksins.

Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum sínum klukkan 14. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í Laugardalshöll um helgina og á sunnudag verður ný forysta flokksins kjörin. Reiknað er með talsverði spennu í baráttu þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um embætti formanns. 

Jens Garðar Helgason, þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, hefur áður boðað framboð til varaformanns og því ljóst að einnig verður slegist um þá stöðu.

Þá hefur Jón Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra flokksins, verið sagður liggja undir feldi varðandi framboð.

Diljá Mist boðaði í gær til fundar í kvöld þar sem hitað verður upp fyrir landsfundinn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×