Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. mars 2025 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðast landsleik gegn Wales í október, í 2-2 jafnteflinu á Laugardalsvelli. Það var hans 83. A-landsleikur. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson hefur rætt við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson eftir að hann tók við störfum og vonast til að spila leiki Íslands við Kósóvó síðar í þessum mánuði. Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira